<$BlogRSDUrl$>

16 nóvember 2006


Ég gleymdi að gá eftir þessu í blöðunum í morgun. En ég sé að dagur íslenskra kvikmyndatitla er að minnsta kosti ekki á internetinu:
Samanber.
Samanber.
Samanber.

(Þó finnast undantekningar. Sé leitað.)

Svo að öllu sé nú haldið til haga ákvað ég að skella hér inn mínum eigin þýðingum á titlum þeirra kvikmynda sem sýndar eru í kvikmyndahúsum borgarinnar í dag. Ég leitaðist eftir fremsta megni við að halda í heiðri þær hefðir sem löngu voru fullmótaðar í æsku minni þegar enn tíðkaðist að íslenska kvikmyndatitla upp á hvunn einasta dag: Þriggja eða fjögurra orða nöfn með annaðhvort "í" "á" eða "og" um miðbikið. Stuðlar og innrím þóttu aldrei til lýta. Minna máli skipti hvort nokkur tenging væri við enska heiti myndarinnar. Eða við efni hennar yfir höfuð. Þeir lesendur sem hafa betri hugmyndir en neðangreindar eru eindregið hvattir til að liggja ekki á tillögum sínum.

Adrift - Allt á floti allsstaðar
Flyboys - Hasar í háloftunum
Open Season - Byssuleyfi og bjarnargreiðar
Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan - Borat: Menningarlegir lærdómar af Bandaríkin til góðs glæsileg þjóð Kazakhstan
The Departed - Bræður munu berjast
The Last Kiss - Hinsti kossinn
Fearless - Hasar í háloftunum
Barnyard - Í koti kátt
The Devil Wears Prada - Pilsvargar og prentsverta
Material Girls - Systur í slæmum málum
Jackass: Number Two - Asnakjálkar: Aftur í rassinn gripið
The Wild - Ævintýri í óbyggðum
The Queen - Í höllu drottningar
The Guardian - Hvert örstutt sundtak
Mýrin - Morð í Norðurmýri
Börn - Börn í borg óttans
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com