<$BlogRSDUrl$>

31 ágúst 2006


Áðan kom sú eldri heim úr skólanum með nýrri vinkonu sinni úr bekknum. Þær komu inn í mjólk og tvíbökur áður en þær fóru aftur út að leika. Ég leit út um gluggann og horfði á þær ganga í burt frá húsinu. Það var eitt af þessum dásamlegu augnablikum: Dóttir mín er orðin einn af stóru krökkunum í hverfinu.

Vala Birna kom og leit á strákinn með foreldrum sínum í hádeginu. Þar fer mikill rokkari.

Það verður skírt um aðra helgi.
by Hr. Pez

20 ágúst 2006


Og sirkabát svona lítur hann út:

by Hr. Pez

19 ágúst 2006


Fyrr í kvöld á leið til bróður míns í vesturbænum (þar sem dætur mínar gista nóttina) sá ég að ung og ástríðufull ungmenni voru búin að hengja borða á göngubrúna yfir Hringbraut hjá háskólanum:

"Why do you call some animals PETS and others DINNER?"

Þar hjá mátti sjá vísi á heimasíðuna GoVeg.

Verst að ég mátti ekki vera að því að stoppa. Mig hefði annars langað að svara þeim fyrir mitt leyti: að sumum dýrum er hægt að þola að vera innandyra meðan þau míga ekki allt út og skíta. Og sum dýr eru bara góð á bragðið.

Þetta þarf meiraðsegja ekki að útiloka hvort annað: Mér skilst tildæmis að svín geti verið prýðisgóð gæludýr. Og það eru til hundakyn sem eru bara alveghreint ágætlega mjúk undir tönn. Ég vona að ég eigi eftir að fá tækifæri til að éta hund áður en ég dey.

Og kanínur. Ég gæti talað um kanínur. Allavega.

Á leiðinni til baka sá ég að krakkarnir voru því miður á bak og burt. Og borðinn líka. Ég veit það ekki, kannski voru hrakin á brott af lögreglunni eða jafnvel stungið í steininn - ég geri því hálfpartinn skóna, þar sem það var jú kölluð út heil stjörnumáltíð af hvítliðum í tilefni kvöldsins. Fullt af fólki í bænum sá ég, lagt í hvert stæði við Sæmundargötuna og full ástæða til gráma fyrir járnum í miðbænum. Ábyggilega yfirfullt af samviskusömum mönnum sem glaðir vildu geta brýnt sig við bévaða umhverfisskæruliðana.

Ænei ég vona að það hafi ekki farið illa fyrir þeim greyunum. Þau vildu vel. Að minnsta kosti jafn vel og fólkið sem birti auglýsinguna á blaðsíðu 33 í Mogganum laugardaginn síðasta. Og ekki var ástæða til að berja þann hóp af rugludöllum kylfum og loka bak við lás og slá.
by Hr. Pez

18 ágúst 2006


Fæddur er 16 marka Hjörvarsson, klukkan 14:44 í dag. Móður og barni heilsast hið allrabesta. Sem og föðurnum, skyldi einhver þurfa að velta því fyrir sér.
by Hr. Pez

17 ágúst 2006


Ég vil hér með lýsa því yfir að mér finnst "Kisa mín" af barnaplötunni Abbababb vera besta lag sem Gunnar Hjálmarsson hefur samið, bæði fyrr og síðar (og er þá um ærið auðugan garð að gresja). Ég ætla sko rétt að vona að það verði í Abbababb-söngleiknum sem kemur á fjalirnar í vetur. Ef ekki gæti vel farið svo að ég krefðist endurgreiðslu. Ég er ekki að grínast með þetta.
by Hr. Pez


Ég get ekki að því gert:

Alltaf þegar ég sé auglýsingarnar fyrir Og1 símaþjónustuna fer ég að hugsa um stóra brottfall.

Ég held það hafi eitthvað að gera með það hvernig þau auglýsa að verðlagningin hjá þeim sé 0kr.

Auk þess vil ég geta þess að mér finnst Dave Navarro klappa höndum eins og Magnús Teitsson.
by Hr. Pez

12 ágúst 2006


Í tilefni dagsins minnist ég á gleðitíðindi að norðan frá því fyrr í vikunni þar sem fyrrum kennari minn og félagi í hreintungufasismanum er að gera góða hluti.

Þá er nú eitthvað annað með hann Snorra í Betel, eins og kom fram þegar Blaðið spurði hann álits um daginn. Hann ætlar sko aldeilis ekki að fara að snobba afturfyrir sig á gamals aldri.

Og nei, ekki spyrja. Ég læt vita þegar það er eitthvað að frétta.
by Hr. Pez

10 ágúst 2006


Ég held að ásamt "You have the right to remain silent," "Keep your hands where I can see them" og eftilvill "You can run but you can't hide" sé frasinn "I think my water just broke" með ofnotuðustu klisjum í amerískum kvikmyndum og sjónvarpi.

Ekki það að þetta komi neinu við eða ég hafi neitt að segja af heimilinu. Ekki missa legvatnið.
by Hr. Pez

06 ágúst 2006


Æ anskotinn. Ég var búinn að útbúa heljarlanga romsu um upplifun kvöldsins og þá át bévaður bloggerinn hana upp til agna.

("Einu sinni voru tvær mexíkanskar konur sem hlupu yfir hæðirnar, reyttu af sér húðina og átu upp til agna...")

Allavega. Þótt ég nenni ekki að skrifa þetta allt upp aftur (orðið framorðið og svona) þá ætla ég samt að koma hérna fyrir setti kvöldsins, fyrir þá sem hafa áhuga (les: sjálfan mig):

Hazing
Shimmer
Los Flamincos
Colder
Hate My Way
Bright Yellow Gun
Start
Mercury
Limbo
Fear
Mexican Women
Shark
Pretty or Not
Bea
by Hr. Pez

04 ágúst 2006


Nú styttist í að hún Kristín mín blessuð Hersh stígi á stokk með Throwing Muses á Innipúkanum og ekki útséð með það hvort ég fer eða ekki. Næsti sólarhringur verður æsispennandi - verð ég á NASA annaðkvöld, með gemsann í brjóstvasanum, eða verð ég á Lansanum? Kannski blogga ég eftir tilboðum í miðann með nokkurra stunda fyrirvara.

Stay tuned.

Daginn í daaag: Bloggið þar sem allt er að gerast. Öööö. Liddl.
by Hr. Pez

03 ágúst 2006


En sumsé, það er ekkert að frétta. Ekki neitt.

Allavega ekki af því.
by Hr. Pez


Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um enskaboltaauglýsingarnar sem ganga á Skjá Einum þessa dagana. Ekki það að ég sé að hugsa um að gerast áskrifandi. Sama hversu mjög er hamrað á því hve stutt sé "milli hláturs og gráturs."

En sumsé, ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða græja.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com