<$BlogRSDUrl$>

29 júní 2006


JAHÚÚÚ! ÆÐISLEGT! MEIRIHÁTTAR!

Ég er í sjöunda himni. Ég trúi þessu varla. Throwing Muses eru að koma og spila á Innipúkanum. Þetta er nokkuð sem maður má telja sig heppinn að gerist einu sinni á ævinni.

Það flækir málin reyndar aðeins að frúin er sett á nánast sama dag og þau eiga að spila...

En ég er samt búinn að kaupa miða. Þetta verður þá bara að fara einhvernveginn. Ég verð með gemsann á mér og passa mig að standa nærri útganginum. Nema náttúrulega að allt verði brostið á - þá verður jú svo að vera og gleðin engu minni fyrir vikið. Kannski ég auglýsi miðann þá gegn vægu endurgjaldi á síðustu stundu. Eða bara gefins.

---

Svo er ég líka að fara að sjá Ham á Nasa í kvöld. Þetta er brjálað tónleikasumar hjá manni - þeir verða minnst (vonandi) fernir tónleikarnir þegar upp verður staðið.

En varla fleiri - þá fer þetta nú sennilega að verða gott.

---

Hrefna er í sumarbúðum þessa vikuna hjá Ömmu Fríðu með Fríðu Björgu frænku sinni. Eintóm hamingjugleði og fer ekkert fyrir þeim efasemdum lengur sem hrjáðu hana fyrir síðustu helgi. Á laugardaginn rennum við Una norðureftir og sækjum þær stöllurnar. Una kemst á bak í leiðinni og frúin fær rúman sólarhring til að liggja uppi í rúmi og hvílast.

---

Helgina sem leið var annars ættarmót að Hrafnagili. Sofið í tjaldi og leikinn Kubbur. Ættarmót eru ósköp sjarmerandi, á sinn indælis hallærislega máta.

---

Annað í fréttum: Í dag er sjötti í kaffipásu. Nú loks er mér farið að finnast eins og það versta sé búið. En enn á ég til að gleyma mér og byrja vinnudaginn á að ganga í átt að maskínunni í mötuneytinu.

Þetta kemur alltsaman.

---

Að lokum fyrir þá sem eru svangir: Niðursoðnir kettlingar.
by Hr. Pez

28 júní 2006


Ég uppgötvaði um daginn að "Kids in America" með Kim Wilde er alveg ógeðslega gott lag vinur. Í framhaldinu velti ég fyrir mér hvað hefði orðið að henni Kim og komst að því að hún vinnur fyrir sér sem skrúðgarðafræðingur. Og virðist vera barahreint býsna góð í því.

Ég heyrði líka um daginn í fyrsta skipti eftir langt hlé annað lag sem ég held uppá. Ég geri það hérmeð að ljóði dagsins:


Harry's Circumcision
(Reverie Gone Astray)


Looking in the mirror
Harry didn't like what he saw
The cheeks of his mother
The eyes of his father
As each day crashed around him
The future stood revealed
He was turning into his parents

The final disappointment

Stepping out of the shower
Harry stared at himself
His hairline receding
The slight overbite
He picked up the razor to begin his shaving and thought:

Oh,
I wish I was different

I wish I was stronger
I wish I was thinner
I wish I didn't have this nose
These ears that stick out remind me of my father
And I don't want to be reminded at all

The final disappointment

Harry looked in the mirror thinking of Vincent van Gogh
And with a quick swipe lopped off his nose
And happy with that he made a slice where his chin was
He'd always wanted a dimple
The end of all illusion

Then peering down straight between his legs
Harry thought of the range of possibilities:
A new face
A new life
No memories of the past
and slit his throat from ear to ear

- - -

Harry woke up with a cough
The stitches made him wince
A doctor smiled at him from
Somewhere across the room:

Son
We saved your life
But you'll never look the same

And when he heard that
Harry had to laugh

When he heard that
Harry had to laugh

Although it hurt
Harry had to laugh

The final disappointment

(Lou Reed)
by Hr. Pez

23 júní 2006


Fallegur dagur. Sem sá í gær. Horfir vel fyrir norðurferð: ættarmót í tengdafjölskyldunni. Í framhaldinu fær Hrefna að gista hjá ömmu sinni á Akureyri í fyrsta skipti. Altuppundir viku.

Hún kom fram til okkar í gærkvöldi eftir að hún átti að vera sofnuð og sagði að sér liði illa í hjartanu.

Greyið. Það er spenningur.

Þjóðhátíð fór vel fram, sem og afmælið á mánudaginn. Það var þó tíðindalítið og ekki skipst á neinum gjöfum, fyrir utan það að ég gaf konunni minni tvær geitur.

Ef einhverja skyldi vanta gjafahugmyndir.
by Hr. Pez

16 júní 2006


Ekki stefnir í björgulega þjóðhátíð hérna sunnanlands. En samt skal haldið niðrá Austurvöll í fyrramálið. Verst að það verður sennilega fullblautt á því fyrir almennilega fánabrennu. Innan stundar legg ég af stað á sumarhátíð á leikskólanum. Það verður aldeilis gaman að grilla í blíðunni.

Með orðum skáldsins: Svo kemst ég ekki aftur í vinnuna! Fyrr en á mánudaginn!!!

---

Aftur leið vika. Og í þetta skipti ögn meira meðvitað en síðast. Það er sumar. Þetta blogg er komið á sumartíma og keyrir því á umþaðbil fjórðungsafköstum fram í ágúst. Þá gæti það orðið enn stopulla um stund áður en þéttist á ný.

---

Rithöfundardraumar liggja í láginni sem stendur (fyrst spurt var) - ég hef varla skrifað stafkrók af viti í rúmlega ár (fyrir utan (að mér fannst) skemmtilegar tilraunir á upptækt-blogginu og ofurlitla leikfimi í framhaldi af því). Ég er reyndar þessa dagana að reyna mig við að skrifa tvær af sögunum mínum upp sem einþáttunga - þetta er hugmynd sem kviknaði í framhaldi af þátttöku minni í Hugleik í vor sem leið. Annar yrði um 10-15 mínútur fyrir tvo leikara, hinn yrði tragíkómískur einleikur uppá umþaðbil þrjú kortér.

Mig hefur alltaf langað til að prófa að skrifa leikrit.

Annars stressa ég mig ekki svo mikið á þessu - ég er á fullu við skemmtilegar og spennandi pælingar í dagvinnunni sem stendur en gæli við að taka mér tíma til skrifta næsta vetur og vor. Ef ekki, þá það.
by Hr. Pez

09 júní 2006


Jahérnahér. Ég blikka augum og það er liðin vika. Svona er að sjóða litla fiska.

Hvítasunnan var heimavið. Undir hádegið á laugardeginum spurði ég frúna hvað við skyldum gera þann daginn. Og konan mín framsett í samræmi við sína sjö mánuði svaraði: "Ég var að hugsa hvort við ættum ekki að fara í fjallgöngu."

Sem við og gerðum: Síðdegis stóðum við á gígbarmi Grábrókar (173 m yfir sjávarmáli) og horfðum yfir Norðurárdalinn. Stelpurnar stóðu sig eins og hetjur báðar tvær og stóðust þessa frumraun sína í fjallgöngu (tjah, eða kannski hólgöngu) með glans. Og frúin fór létt með þetta.

Í gær voru framkvæmdir: Við í blokkinni stungum í fyrrakvöld upp mön og hellulögðum göngustíg frá bílastæðinu okkar yfirá stíginn sem liggur meðfram skólanum. Sömuleiðis var holað niður sandkassa á baklóðinni.

Skrapp á þriðjudagskvöldið í heimsókn til sólógítarleikarans. Við ætluðum fyrst að djamma eitthvað á gítar og píanó en það þróaðist útí að við skiptumst á vísindaskáldsögum og geisladiskum og hlustuðum á Britten, Stravinsky og Alban Berg. Gamanaððí, þótt rokkið hafi kannski ekki verið í framsætinu.

Ég þarf að fara í klippingu til gamla rakarans í Brautarholtinu.
by Hr. Pez

01 júní 2006


Voðalegt úberdrama er þetta.

Nú er orðið býsna langt síðan ég hætti í menntaskóla. Og losnaði held ég stuttu seinna við þann húmor sem við hann er kenndur. Samt finnst mér það moldviðri sem búið er að þyrla upp eins og ofanburði úr uppistöðulóni úr öllu samhengi við það sem lagt var upp með.

Þetta var kannski ekkert tiltakanlega smekklegt og aukinheldur frekar ófyndið. En líflátshótun? Komm on.

Komm. On.

Þetta er stormur í vatnsglasi. Virkjum hann fyrir 12 nanóvattmínútur.

Ég er búinn að kvitta uppá yfirlýsinguna hjá Íslandsvinum, þótt hún sé kannski heldur tilfinningaþrungnari en ég hefði kosið í mínum eigin orðum. Við hana hef ég samt engu að bæta.

Nema eftirfarandi:

Valgerður Sverrisdóttir PEREAT!

Ég er Hjörvar Pétursson, 34 ára líffræðingur í Grafarvogi og þótt mér hafi fundist deilan um náttúrugæði landsins hafa orðið persónulegri en góðu hófi gegnir yfir síðustu daga þá langaði mig samt til að segja þetta; mér fannst einhver þurfa að segja það.

So sue me.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com