<$BlogRSDUrl$>

25 september 2003


Hér kemur saga af bónda einum er Ólafur hét, og átti heima undir Kræklingahlíð í Eyjafirði (Kræklingahlíð! I'm laughing already!). Bænum þeim þar er Ólafur bjó var rétt eins og tyllt þarna undir Hlíðarfjallsöxlina, og hafði hann því frá fornu fari heitið Tyllingur. Meðal gárunga sveitarinnar hafði bærinn þó alllengi gengið undir öðru nafni sem var nánast eins í framburði, en þó allnokkru dónalegra í munni. Féll Ólafi það miður, og sérstaklega það að við hann festist að vera við bæinn kenndur undir þessu miður virðulega nafni.

(Þarna kemur Ólafur á Tittlingi, pískraði pöpullinn.)

Svo kom sögu að Ólafur fékk nóg: hann tók sig til og lögfesti nýtt nafn á bæinn, allnokkru voldugra en þó sömu merkingar. Hlíðarendi skyldi bærinn heita, og héðan í frá skyldi bóndinn vera kenndur við þetta virðulega bæjarheiti.

En pöpullinn lét sér ekki segjast, og þrátt fyrir nafnabreytinguna var grey karlinn aldrei kallaður neitt annað manna í millum en Ólafur á Tittlingi.

Við svo búið mátti ekki una, svo Ólafur brá á það þjóðráð að fá alkunnan hagyrðing til þess að setja saman vísu þar sem ódauðlegt yrði að bærinn héti Hlíðarendi, og sjálfur skyldi hann kallast Ólafur á Hlíðarenda.

Lagðist nú hagyrðingurinn undir feld, og skreið brátt undan honum aftur með eftirfarandi vísu. Af nytsemi hennar við nafnabreytinguna fara fáar sögur.

Eyjafjarðarvífum vænum
verður margt að bitlingi
þegar ekur út úr bænum
Ólafur á Hlíðarenda.

*tekur bakföll og slær sér á lær*
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com