<$BlogRSDUrl$>

25 apríl 2003


Vá maður. Þetta var roshalegt.

Uppgötvaði í gærkvöldi með hálfs sólarhrings fyrirvara að ég væri að fara að flytja fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu um heitustu viðfangsefnin í Alzheimsersjúkdómnum í dag. Átti nú blessunarlega uppkast að fyrirlestri sem ég gat lagað að tilefninu áður en öll nótt var úti og náði tveggja tíma svefni áður en ég steig á svið.

Svo varetta bara brjálað súksé og óskað eftir öðrum flutningi og aðlögun til að setja á internetið. En nú er ég sumsé að verða duldið framlágur og ætla snemma að sofa í kvöld.

En fyrst má ég til með að plögga vin minn og skírtúngufaschistann Sverri Pál, sem oftar en ekki hittir naglann á höfuðið. Hann á tvær litl ódjesslega djevveikar sögur í handraðanum þessa dagana. Tékkið á þeim. Augljóst er af samhenginu hver önnur þeirra er, en hin er nokkru neðar og fjallar um hið merkilega fyrirbrigði sundsmokka.

Er ég las hana rifjaðist upp fyrir mér sönn saga sem átti sér stað í Borgarfirði (og ég hef frá fyrstu hendi), þar sem ofurhjálpsöm afgreiðslustúlka var spurð af undirleitum og muldrandi drengstaula hvort hún vissi nokkuð um Ferjubakka. Og hún dró hann út á bílastæði þar sem kærastan húkti vandræðaleg í bensínskrímslinu og sjoppudaman var tekin að beina þeim leiðina sem lá að hinu fornfræga setri þegar hann gat loks stunið upp strákurinn að þetta væri nú allt einhver heljarinnar misskilningur, hann hefði ætlað að fá hjá henni verjupakka.

Góða nótt og gangið hægt...
Hr. Pez
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com