<$BlogRSDUrl$>

13 apríl 2003


Ja mikið óskaplega gekk þetta nú vel.

Alltaf gaman að taka þátt í tónleikum þar sem er öskrað og stappað í restina.

Sennilega er nú öllum mínum lesendum sama nema einum. Fyrirgefðu Hrönnsa mín, ég vildi geta sagt þér að þetta hafi verið hálfmislukkað og soddan skúffelsi, en nei, þetta var bara alveg meiriháttar gaman og brjálað stuð.

Annars ber helst til tíðinda að sjónvarpið okkar gaf upp öndina í dag. Fjarstýringin gafst upp um síðustu helgi, og undir kvöldið núna áðan bara neitaði það að vakna.

(Einnar mínútu þögn í minningu heittelskaðrar mublu)

En jæja, lífið heldur áfram. Við komumst að því þegar við misstum hraunlampann sem við fengum í brúðkaupsgjöf.

Eða eins og faðir minn sagði af stóískri ró þegar ég missti gervallan kristal æskuheimilisins í götuna í flutningum á táningsaldri: "Ojæja. Þetta er allt forgengilegt."

Verð þó helst að kaupa nýtt á morgun, þar sem frúin verður eftir fyrir sunnan í afslöppun meðan við feðginin skreppum norður í land yfir dymbilvikuna.
Hr. Pez
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com