<$BlogRSDUrl$>

09 apríl 2003


Hef hægt aðeins á lestrinum upp á síðkastið.

Kláraði þó um daginn "Reginfjöll að haustnóttum" eftir Kjartan Júlíusson bónda á Efri-Skáldsstöðum, með formála eftir Kiljan.

Nei, ég er ekki að gera grín.

Ég hef nefnilega lengi verið dáldið svag fyrir bókum sem klæmast á þjóðháttaþörfinni. Gleypti í mig Eyfirðingabók (bæði bindin) fyrir jólin og kíki reglulega í Jón Helgason ("Íslenskt mannlíf" og "Vér Íslands börn") þegar við heimsækjum foreldra mína. Keypti þriðja og fjórða bindi Heimdragans á bókamarkaði fyrir nokkrum árum og gríp niður í "Hrakningum og heiðavegum" þegar við erum í mat hjá tengdó.

Annars er ég að lesa ekki eina, ekki tvær, heldur þrjár Jobsbækur þessa dagana. Meira um það þegar ég er búinn að klára einhverja þeirra.

Jújú, bækur eru mínar ær og tepokar.
Hr. Pez
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com