<$BlogRSDUrl$>

29 apríl 2003


FÖGNUM BRÆÐUR! GLEÐJUMST!

Mínir villtustu draumar hafa ræst. Hljómsveitin mín sú sem ég pæli hvað mest í er komin saman aftur! Já! Throwing Muses voru að gefa út nýja plötu!

(Kúnstpása meðan ég dansa trylltan dans)

Hvað sem líður öllum fyrri pælingum um viðskiptastríð iða ég í skinninu að koma yfir hana höndum.

Nauðsyn brýtur lög: ég pantaði hana af ammrískri innkaupasíðu á internetinu. Hún rennur í hlað einhvern allra næstu daga.

Gneistinn sýndi mér um daginn áróðursbarmmerki frá vinstursgrænum þar sem stóð: "Ég kaupi ekki bandarískar vörur," eða eitthvað í þá veruna. Ætli það sé hægt að fá merki sem á stendur: "Ég kaupi ekki alveg eins mikið af bandarískum vörum og ég gerði einu sinni," fyrir kvislinga eins og mig? Haa?
Hr. Pez
by Hr. Pez

25 apríl 2003


Vá maður. Þetta var roshalegt.

Uppgötvaði í gærkvöldi með hálfs sólarhrings fyrirvara að ég væri að fara að flytja fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu um heitustu viðfangsefnin í Alzheimsersjúkdómnum í dag. Átti nú blessunarlega uppkast að fyrirlestri sem ég gat lagað að tilefninu áður en öll nótt var úti og náði tveggja tíma svefni áður en ég steig á svið.

Svo varetta bara brjálað súksé og óskað eftir öðrum flutningi og aðlögun til að setja á internetið. En nú er ég sumsé að verða duldið framlágur og ætla snemma að sofa í kvöld.

En fyrst má ég til með að plögga vin minn og skírtúngufaschistann Sverri Pál, sem oftar en ekki hittir naglann á höfuðið. Hann á tvær litl ódjesslega djevveikar sögur í handraðanum þessa dagana. Tékkið á þeim. Augljóst er af samhenginu hver önnur þeirra er, en hin er nokkru neðar og fjallar um hið merkilega fyrirbrigði sundsmokka.

Er ég las hana rifjaðist upp fyrir mér sönn saga sem átti sér stað í Borgarfirði (og ég hef frá fyrstu hendi), þar sem ofurhjálpsöm afgreiðslustúlka var spurð af undirleitum og muldrandi drengstaula hvort hún vissi nokkuð um Ferjubakka. Og hún dró hann út á bílastæði þar sem kærastan húkti vandræðaleg í bensínskrímslinu og sjoppudaman var tekin að beina þeim leiðina sem lá að hinu fornfræga setri þegar hann gat loks stunið upp strákurinn að þetta væri nú allt einhver heljarinnar misskilningur, hann hefði ætlað að fá hjá henni verjupakka.

Góða nótt og gangið hægt...
Hr. Pez
by Hr. Pez

23 apríl 2003


Ég gleymdi víst að geta þess að sjónvarpið er ekki dautt úr öllum æðum ennþá. Fjarstýringin er að vísu enn í lamasessi og óvíst hvoru megin ljósvakans sökin liggur. Við þurfum að leggja græjurnar aftur inn við tækifæri, þeir gleymdu að laga þetta um daginn.

En allavega, sófakartöflusælan dældast ekki nema ögn við það að þurfa að standa upp til að hækka og lækka í græjunum.
by Hr. Pez

22 apríl 2003


Loks skal þögnin rofin.

Við feðgin héldum norður í land fyrir réttri viku og skemmtum okkur þar konunglega með frændsystkinum, afa og ömmu. Hápunkturinn var ferð í Mývatnssveit á Föstudeginum Langa í algjörri rjómablíðu, þar sem meðal annars var baðast í Bláa Lóninu hinu nyrðra og snæddur dagverður í tuttugu stiga hita í Dimmuborgum.

Svo komum við heim á laugardegi með beðregíðerinn í farteskinu og skruppum í Bláa Lónið hið syðra á Páskadag.

Annars er ánægjulegt að sjá hvað Þruman hefur tekið við sér meðan ég var í burtu, hún er bara farin að blogga upp á hvern einasta dag. Vonandi heldur hún dampi. Ég mæli sérstaklega með draumunum, og mun hér myndast við að ráða þann síðari.

Skiptir hér frásögn yfir í aðra persónu eintölu.

Hrönnsa mín, ég vil vekja athygli á því sem mér var eitt sinn sagt (og hef sannreynt að stendur heima) að draumar um flug og svífandi léttleika eru merki um ákveðna líffræðilega vannægju. Augljóst er af ofangreindu að þú berð í brjósti holdlegar fýsnir í garð Ármanns Jakobssonar, og þráir fátt heitar en að gilja gaurinn. Ekkert til að skammast sín fyrir, enda maðurinn fjallmyndarlegur og gæfumaður í hvívetna. Þessum löngunum er þó haldið landfræðilega föngnum í hlekkjum rafheima, en þrá þín til að brjótast úr viðjum tölvualdar (samanber flóttann úr hinum reðurtáknandi turni) ber í sér fögur fyrirheit um ávöxt, þar sem blómin springa út og fuglarnir syngja í hinni iðjagrænu borg raunheima, hvar draumarnir rætast. Svo kýldu á það og hafðu samband við strákinn.

Þessi var nú léttur. Og ekki dugir fyrir hina dönnuðu Þrumu að skella skuldinni á sendiboðann, því þessi draumur á sér bara enga aðra túlkun, hann liggur í augum úti.
Hr. Pez
by Hr. Pez

13 apríl 2003


Ja mikið óskaplega gekk þetta nú vel.

Alltaf gaman að taka þátt í tónleikum þar sem er öskrað og stappað í restina.

Sennilega er nú öllum mínum lesendum sama nema einum. Fyrirgefðu Hrönnsa mín, ég vildi geta sagt þér að þetta hafi verið hálfmislukkað og soddan skúffelsi, en nei, þetta var bara alveg meiriháttar gaman og brjálað stuð.

Annars ber helst til tíðinda að sjónvarpið okkar gaf upp öndina í dag. Fjarstýringin gafst upp um síðustu helgi, og undir kvöldið núna áðan bara neitaði það að vakna.

(Einnar mínútu þögn í minningu heittelskaðrar mublu)

En jæja, lífið heldur áfram. Við komumst að því þegar við misstum hraunlampann sem við fengum í brúðkaupsgjöf.

Eða eins og faðir minn sagði af stóískri ró þegar ég missti gervallan kristal æskuheimilisins í götuna í flutningum á táningsaldri: "Ojæja. Þetta er allt forgengilegt."

Verð þó helst að kaupa nýtt á morgun, þar sem frúin verður eftir fyrir sunnan í afslöppun meðan við feðginin skreppum norður í land yfir dymbilvikuna.
Hr. Pez
by Hr. Pez

11 apríl 2003


Enn ein vinnuvikan senn á enda runnin.

Bráðum koma mæðgurnar að ná í mig heim á leið.

Þær eru sem stendur að fótmæla, "Konur fyrir friði" eða eitthvað svoleiðis.

Frábær æfing í gær, ég hlakka mikið til sunnudagskvöldsins.

Kom ekki heim fyrr en undir miðnætti í gærkvöldi og straujaði á mig vinnuföt fyrir daginn yfir Jay Leno. Ætli það eigi nokkru sinni eftir að vera hægt að horfa ógrátandi á þann mann framar?

Tjah, það má jú alltaf hlæja að fyrirsögnunum.

Svo bara góða helgi og gangið hægt etc,
Hr. Pez
by Hr. Pez

10 apríl 2003


Þeir sem ekki vita nú þegar af þessum smell handa hungruðum heimi ættu að drífa sig.

Þetta er eina leiðin sem ég veit um sem er ekki tómt gabb og vitleysa til að koma góðu til leiðar á tölvuöld, númer eitt að kostnaðarlausu. Ég reyni að koma þarna við á hverjum degi.

Ég er að fara á næstsíðustu æfingu fyrir tónleika í kvöld. Sú fyrsta með Rússibönunum og Diddú var á þriðjudagskvöldið. Ég er farinn að verða dáldið spenntur fyrir þetta.
by Hr. Pez

09 apríl 2003


Hef hægt aðeins á lestrinum upp á síðkastið.

Kláraði þó um daginn "Reginfjöll að haustnóttum" eftir Kjartan Júlíusson bónda á Efri-Skáldsstöðum, með formála eftir Kiljan.

Nei, ég er ekki að gera grín.

Ég hef nefnilega lengi verið dáldið svag fyrir bókum sem klæmast á þjóðháttaþörfinni. Gleypti í mig Eyfirðingabók (bæði bindin) fyrir jólin og kíki reglulega í Jón Helgason ("Íslenskt mannlíf" og "Vér Íslands börn") þegar við heimsækjum foreldra mína. Keypti þriðja og fjórða bindi Heimdragans á bókamarkaði fyrir nokkrum árum og gríp niður í "Hrakningum og heiðavegum" þegar við erum í mat hjá tengdó.

Annars er ég að lesa ekki eina, ekki tvær, heldur þrjár Jobsbækur þessa dagana. Meira um það þegar ég er búinn að klára einhverja þeirra.

Jújú, bækur eru mínar ær og tepokar.
Hr. Pez
by Hr. Pez

08 apríl 2003


HJÖRTURINN SKIPTIR UM DVALARSTAÐ Í KÓPAVOGI!

Jamm, þá er komið að plögginu sem varað var við.

Að kvöldi pálmasunnudags þann 13, apríl, halda kammerkórinn Vox academica og hin þekkta gleðisveit Rússíbanarnir tónleika í Salnum í Kópavogi, ásamt sópransöngkonunni Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og fiðluleikaranum Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson en Rússíbanana skipa þeir Guðni Franzson, Jón Skuggi, Kristinn Árnason, Matthías Hemstock og Tatu Kantomaa (engin tengsl við dúettinn).

Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt en þar ber sérstaklega til tíðinda frumflutning á glænýju tónverki Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar. Verkið, sem er samið sérstaklega fyrir þessa tónleika, er fyrir kammerkór, hljómsveit, einleiksfiðlu og sópransöngkonu og er tónmynd sjö ljóða Ísaks Harðarsonar úr nýjustu ljóðabók hans, Hjörturinn skiptir um dvalarstað. Verkið ber yfirskriftina "Hjörturinn".

Auk "Hjartarins" verður á efnisskránni blönduð tónlist fyrir kórinn a capella, söngkonuna, hljómsveitina og einleikarann, þar á meðal klezmer-tónlist, íslensk þjóðlög og napólítanskir söngvar.

Rússíbanana þarf varla að kynna, svo þekktir sem þeir eru fyrir frábæran hljóðfæraleik og framsækni í verkefnavali, og Vox academica hefur undanfarin ár vakið mikla athygli fyrir vandaðan og metnaðarfullan tónlistarflutning. Það er þessum tveimur hópum svo mikill fengur að hafa í liði með sér frábærar tónlistarkonur á borð við Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Sigrúnu Eðvaldsdóttur, báðar í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna.

Tónverkið "Hjörturinn" er samið með styrk frá Menningarsjóði Íslandsbanka.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og miðaverð er kr. 2.000.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við mig.
by Hr. Pez

04 apríl 2003


Við eigum kött.
Það vill segja, læðu (hehe, stóðst ekki mátið).

Hún er geðveik.
Læðan okkar, það vill segja.
Bókstaflega klínískt geðveik.

En hin læðan er jú ýght djeðveik líka.
Ég hef saknað hennar af Ljósvakanum.

Svo það var ánægjulegt að frétta að hún væri snúin þangað aftur.
Ég hef enn ekki séð hana í Kastljósinu, en bíð spenntur.

Jæja, ég er farinn að sjá Palla og Milljónamæringana.
Þeir eru að troða upp hérna frammi.

Jújú, það er alveg dagsatt.

Jæja hemmi minn.
Gangið hægt um gleðinnar dyr,
Hr. Pez
by Hr. Pez

03 apríl 2003


Bara rétt til að bæta við:

Ég vil vitna í alveg ýght kúlaðan frasa úr rafrænum penna manns sem mér sýnist vera mikill snillingur. Hann festi þetta á blað á tölvuöld í tilefni af heimsatburðum:

"Ask not what your country can do for you, ask what your country is doing."

Eins og þeir segja þarna úti:
'Nuff said.

Eða eins og maðurinn sagði fyrir tvöþúsund árum tæpum:
Hver sem eyru hefur, hann heyri.
Hr. Pez
by Hr. Pez


VARIÐ YKKUR!

Bráðum mun ég misnota aðstöðu mína og koma með plöggblogg.
Það verður öðru hvoru megin við helgi.

Annars lítið að frétta heimanað.
Það gengur á með farlömun hjá frúnni vegna óléttu.

Svo heyrði ég í Magnúsi í gærkvöldi.
Það er jú alltaf gaman, þótt tilefnið í gær hafi ekki verið til að gleðjast yfir.

En þau Hrefna kyrjuðu mótmælasöngva í kór um símalínuna.
Eða "fótmæla," eins og hún þrjóskast við að kalla það: "Ekki okka nabbmi! Ekki okka nabbmi!"

Gott í dag,
Hr. Pez
by Hr. Pez

02 apríl 2003


Hlægja myndi ég, væri þetta fyndið.
by Hr. Pez


Skyldi þetta ganga i dag?
by Hr. Pez

01 apríl 2003


Ég lofaði stórfrétt, og ég stend sko litl við það væni minn.

Já, ljod.is hefur veitt mér þá upphefð að eiga ljóð dagsins í dag. Það hefur reyndar birst áður, en tékkið samt endilega á því.
Sjón er sögu ríkari.


HAHAHAAAA!!! FYRSTI APRÍLL!!! FYYYYRSTI APRÍÍLL!!!!! HAAAHAAAAHAAAAA!!!!!!!

Og grín.
Og lallallalla Eyjólfur.

Og í tilefni dagsins vil ég geta þess að varaforsetahjón banderíku eru nú meiri vitleysingarnir.
Hí á þau og fynd.
Hr. Pez
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com