<$BlogRSDUrl$>

14 nóvember 2006


Ég átti alltaf eftir að benda á ágætt opið bréf frá Kolbeini Óttarssyni Proppé til Jónínu Bjartmarzz Umhverfisráðs og Einars K. Guðfinns Sjávarútvegsráðs í Mogganum á sunnudaginn var. Þar lagði hann út af eftirfarandi orðum Einars, sem finna má á heimasíðu hans:

Eða hvernig litist mönnum á ef ég segði; þessa tegund má veiða, en ekki þessa. Þetta vil ég friða – og af því bara. Það sjá allir fáránleikann í slíku; - nema auðvitað nokkrir íslenskir kaffihúsaspekingar.


Í framhaldinu benti Kolbeinn á það að við getum ekki leyft okkur að hafna tilfinningarökum meðan við ræðum veiðar á einni tegund en um leið tekið þau góð og gild sem ástæður til að taka ekki upp veiðar á öðrum tegundum. Og tók sem dæmi: á Íslandi eru fuglastofnar af stærð sem myndi vel veiðiálag í hóflegum mæli. Fuglastofnar sem veitt er úr á meðal margra nágrannaþjóða okkar og þykir þar sjálfsagt mál. Fuglastofnar eins og heiðlóa og spói. Ef við afskrifum alla nítjándu aldar rómantík og "ég-á-bú-í-berjamó" tilfinningavellu þá er með vísan í ofangreind orð ráðsins ekkert því til fyrirstöðu að selja veiðikort á kvikindin.

Ansvítans. Ég hefði viljað koma auga á þetta sjálfur fyrst. Og tek hatt minn ofan fyrir bréfritara fyrir vikið.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com