<$BlogRSDUrl$>

24 október 2006


Og í því rifjast upp fyrir mér þegar ég horfði með honum Pétri bró á Careless Whisper vídeóið í Poppkorni RÚV um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Og þar sem við horfðum á George Michael eigra innan um lagnet, talíur og hampreipi í uppdigtuðum netaskúr hversu mikil blessun það yrði ef hann myndi nú hengja sig í einhverjum af þessum köðlum.

Já, það er slembigefið eitís rívæval í spilastokkinum mínum þessa stundina. Nú er það Hold Me Now með Skafta og Skapta.

Annars hálfgerð synd hvað hann virðist vera að fara illa útúr hampinum í seinni tíð, strákurinn. Það vill segja, George Michael, vitaskuld.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com