<$BlogRSDUrl$>

10 október 2006


Einhverra hluta vegna dauðlangar mig til að mæla með myndinni Running Scared. Það eru einhverjar vikur eða mánuðir síðan við sáum hana en mig langar enn til að segja þetta. Ég veit ekki alveg af hverju (og eins og sést af hlekknum eru nógu margir ósammála mér) - þetta er í sjálfu sér ósköp ómerkileg B-mynd. Ég held að málið sé að hún er einmitt ómerkileg B-mynd í bestu merkingu þeirra orða. Eða nei, hún er of vel skrifuð til þess. Of vel leikin (já ég veit hún er með Paul "2F2F" Walker - ég er ekki að grínast). Vel gerð. Hún er úlfur í sauðargæru. Og inniheldur einhvern þann óhugnanlegasta millikafla sem ég hef séð í nokkurri kvikmynd fyrr eða síðar.

Hún kemst því miður ekki inn á topp-þrjú listann minn yfir bestu ómerkilegu B-myndir sem ég hef nokkrusinni séð, en hún yrði pottþétt inni á topp tíu.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com