<$BlogRSDUrl$>

18 október 2006


Líf okkar er eitt samfellt vandamál. Og því skal kannski engan undra að auglýsendur keppast hver um annan þveran að bjóða okkur lausnir á hverjum þeim vandamálum sem geta plagað okkur. Okkur eru boðnar hugbúnaðarlausnir, samskiptalausnir, samgöngulausnir, fjármálalausnir, hreinlætislausnir, rýmislausnir og jafnvel veislulausnir. Auglýsingalausnir, en ekki hvað. Fyrirtækjalausnir og einstaklingslausnir. Eða einstaklingsmiðaðar lausnir, svo ég komi því nú rétt út úr mér. Heildrænar lausnir fyrir aðila á sviði einstaklingsviðskipta í þarfamiðaðri bankaþjónustu.

Þó fannst konunni minni steininn taka svo hressilega úr að hún varð að hnippa í mig þegar hún sá auglýsingu frá búð hér í bæ sem selur rúm, dýnur, kodda, áklæði og annað fyrir svefnmiðaða einstaklinga. Þar var vitaskuld verið að auglýsa svefnlausnir.

Svefnlausnir. Ef það er ekki orð dagsins.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com