<$BlogRSDUrl$>

06 október 2006


Stórfrétt dagsins: Annálar ólíklegra rannsókna hafa tilkynnt um handhafa IgNóbel-verðlaunanna árið 2006. Smellið og lesið um rannsóknir sem fá okkur til að hlæja. Og síðan að hugsa.

Við fyrstu sýn virðist mér þau öll vera yfirmáta verðskulduð:

Fuglafræði: Af hverju fá spætur ekki hausverk?
Næringarfræði: Fyrir vísindaleg sönnun á því að skítabjöllur séu matvandar
Friðarverðlaunin: Fyrir hina mjög svo þörfu hljóðrænu unglingafælu
Hljóðfræði: Hvað nákvæmlega er svona óþolandi við hljóðið í nöglum sem skrapast yfir skólatöflu?
Stærðfræði: Fyrir mat á það hve margar myndir þarf að taka af hópi fólks þannig að enginn sé með lokuð augu
Bókmenntir: Fyrir alhliða samantekt á afleiðingum þess að hagnýta yfirmáta upphafið orðfæri án tillits til þarfagreiningar á lestraraðilum með það fyrir augum að sýna fram á skaðsemi þess að nota löng orð að óþörfu
Læknisfræði: Fyrir lækningu á hiksta með endaþarmsnuddi
Efnafræði: Fyrir rannsóknir á hljóðhraða í osti
Líffræði: Fyrir samanburð á áhrifum osta- og táfýlu á kvenkyns moskítóflugur.

Lesið, hlæjið og hugsið.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com