<$BlogRSDUrl$>

04 október 2006


Þetta er ekki færsla um bloggstríð. Þarafleiðandi er þetta augljóslega færsla um bloggstríð, þar sem það að segjast ekki vera að tala um bloggstríð er ekkert annað en að tala um þau.

Ræt?

---

Með orðum Hallgeirs Maack: Hverjum er ekki sama.

---

Fyrri sýningin gekk ljómandi vel í gær. Nokkrir einþáttungar þóttu mér svo magnaðir að jaðraði við trúarreynslu: ég bara varð að komast heim og byrja að skrifa leikrit. "Ég vil geta gert svona," hugsaði ég. Sat við vel framyfir miðnættið og ruddi út blaðsíðu eftir blaðsíðu eftir...

Allavega.

Þegar ég leit yfir næturverkið sá ég að það var gott. Ég hef ekki verið svona ánægður með nokkuð sem ég hef reynt að skrifa í eitt og hálft ár. Og ég gladdist.

Reyndar hef ég ekkert skrifað af viti í eitt og hálft ár. Bött ðets bísæds ðö pojnt.

Það stefnir í góða mætingu annað kvöld (bæði í fjölda og, ööh, gæðum), svo ég hlakka til. Þetta verður rosalegt. Rosalegt.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com