<$BlogRSDUrl$>

26 september 2006


Á leið heim síðdegis í gær tók ég eftir tveimur húfuklæddum ungum mönnum sem vöppuðu um á hljóðmöninni við Egilshöllina. Þeir fóru hægt yfir, horfðu með einurð og festu á íslenska jörð, og annað veifið var eins og annar þeirra beygði sig niður eftir einhverju og kallaði eftir félaga sínum. Svo lásu þeir grasið í sameiningu.

Ég hefði svoleiðis getað svarið að þeir voru að tína sveppi. Bara verst að það er hvorki kúalubbum né furusveppum fyrir að fara þarna hjá Egilshöllinni. Þeir vita vonandi hvað þeir eru að gera, strákarnir...

...en voðalega gaman annars að ungdómurinn skuli vera svona áhugasamur um náttúruna og lífheiminn í umhverfi sínu. Ég hef engar áhyggjur af framtíð þessa lands ef þetta er kynslóðin sem erfa mun heiminn.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com