<$BlogRSDUrl$>

06 september 2006


Annar í vinnu og lífið farið að ganga sinn vanagang.

Það var eitthvað sætt sem ég ætlaði að blogga um fjölskylduna. Svo gleymdi ég því.

Í staðinn bendi ég á eitt alsvalasta lag þarsíðasta áratugar, Babytalk með byttunum í Lush, á topp fimm hjá Doktornum þessa vikuna (með fleiru góðgæti). Ég man enn þegar ég gróf þröngskífuna Scar uppúr pappakassa á utanhússútsölu KEA í Hafnarstrætinu vorið '91 og festi mér fyrir... hvað, hundraðkall? Tvöhundruð? Varð djúpt snortinn og hef ekki jafnað mig á þessu bandi síðan ég blastaði Babytalk úr græjunum stóru systur í fyrsta skipti fyrir fimmtán árum.

Hljómsveitin hætti fyrir nokkru í kjölfar þess að trommarinn svipti sig lífi. Síðan þá veit ég að önnur söngkonan stofnaði hljómsveitina Sing-Sing og er enn að. Hvað Miki Berenyi (sú japanska) gerir núna hef ég ekki hugmynd um. En öfundaraugu blína til doktorsins fyrir að geta kallað sig fyrrverandi pennavin hennar.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com