<$BlogRSDUrl$>

18 september 2006


Sú eldri varð sex ára í gær. Af því tilefni var bekkjarsystrum hennar öllum boðið í pizzupartí, köku og létta og skemmtilega leiki undir kvöldmatinn í gær. Öllum sautján með tölu. Það var... púff.

Ég veit hvernig helvíti lítur út og ég hef upplifað tvær klukkustundir af eilífri pínu hinna fordæmdu.

Ég hef glímt við djöfulinn. Hann er klæddur í fagurrauðan smástelpukímónó og hefur tuttugu höfuð sem öll eru bláeyg, brosandi með sítt ljóst englahár. Hann greip um mig fjörutíu litlum skúffukökuötuðum krumlum og öskraði "ÉG VIL FÁ PIZZUNA MÍNA BARA MEÐ OSTEEEEH! GEFÐU MÉR PEZ Á KÖKUNA MÍNAH!!! GEFÐU MÉR PEEEEEZ!!! RÍFÐANA!!! RÍFÐANAAAAA!!!!!"

Ojæja. Bjarta hliðin er sú að það brotnaði að minnsta kosti ekkert. Og kötturinn hlýtur að þora fram undan sófanum einhverntíma.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com