<$BlogRSDUrl$>

19 ágúst 2006


Fyrr í kvöld á leið til bróður míns í vesturbænum (þar sem dætur mínar gista nóttina) sá ég að ung og ástríðufull ungmenni voru búin að hengja borða á göngubrúna yfir Hringbraut hjá háskólanum:

"Why do you call some animals PETS and others DINNER?"

Þar hjá mátti sjá vísi á heimasíðuna GoVeg.

Verst að ég mátti ekki vera að því að stoppa. Mig hefði annars langað að svara þeim fyrir mitt leyti: að sumum dýrum er hægt að þola að vera innandyra meðan þau míga ekki allt út og skíta. Og sum dýr eru bara góð á bragðið.

Þetta þarf meiraðsegja ekki að útiloka hvort annað: Mér skilst tildæmis að svín geti verið prýðisgóð gæludýr. Og það eru til hundakyn sem eru bara alveghreint ágætlega mjúk undir tönn. Ég vona að ég eigi eftir að fá tækifæri til að éta hund áður en ég dey.

Og kanínur. Ég gæti talað um kanínur. Allavega.

Á leiðinni til baka sá ég að krakkarnir voru því miður á bak og burt. Og borðinn líka. Ég veit það ekki, kannski voru hrakin á brott af lögreglunni eða jafnvel stungið í steininn - ég geri því hálfpartinn skóna, þar sem það var jú kölluð út heil stjörnumáltíð af hvítliðum í tilefni kvöldsins. Fullt af fólki í bænum sá ég, lagt í hvert stæði við Sæmundargötuna og full ástæða til gráma fyrir járnum í miðbænum. Ábyggilega yfirfullt af samviskusömum mönnum sem glaðir vildu geta brýnt sig við bévaða umhverfisskæruliðana.

Ænei ég vona að það hafi ekki farið illa fyrir þeim greyunum. Þau vildu vel. Að minnsta kosti jafn vel og fólkið sem birti auglýsinguna á blaðsíðu 33 í Mogganum laugardaginn síðasta. Og ekki var ástæða til að berja þann hóp af rugludöllum kylfum og loka bak við lás og slá.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com