<$BlogRSDUrl$>

09 júní 2006


Jahérnahér. Ég blikka augum og það er liðin vika. Svona er að sjóða litla fiska.

Hvítasunnan var heimavið. Undir hádegið á laugardeginum spurði ég frúna hvað við skyldum gera þann daginn. Og konan mín framsett í samræmi við sína sjö mánuði svaraði: "Ég var að hugsa hvort við ættum ekki að fara í fjallgöngu."

Sem við og gerðum: Síðdegis stóðum við á gígbarmi Grábrókar (173 m yfir sjávarmáli) og horfðum yfir Norðurárdalinn. Stelpurnar stóðu sig eins og hetjur báðar tvær og stóðust þessa frumraun sína í fjallgöngu (tjah, eða kannski hólgöngu) með glans. Og frúin fór létt með þetta.

Í gær voru framkvæmdir: Við í blokkinni stungum í fyrrakvöld upp mön og hellulögðum göngustíg frá bílastæðinu okkar yfirá stíginn sem liggur meðfram skólanum. Sömuleiðis var holað niður sandkassa á baklóðinni.

Skrapp á þriðjudagskvöldið í heimsókn til sólógítarleikarans. Við ætluðum fyrst að djamma eitthvað á gítar og píanó en það þróaðist útí að við skiptumst á vísindaskáldsögum og geisladiskum og hlustuðum á Britten, Stravinsky og Alban Berg. Gamanaððí, þótt rokkið hafi kannski ekki verið í framsætinu.

Ég þarf að fara í klippingu til gamla rakarans í Brautarholtinu.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com