<$BlogRSDUrl$>

22 maí 2006


Toppurinn á laugardeginum voru tónleikar búlgverska kvennakórsins Angelite í Hallgrímskirkju. Þegar kórtónlist er vel sungin er ekki til magnaðri tónlistarupplifun í veröldinni. Og Angelite held ég hljóti að vera besti einhver kvennakór í heimi.

Kvöldið var jú skemmtilegt líka. Úrslitin komu yfirmáta ánægjulega á óvart (ég sagði að þeir myndu gera það!) og áttatíu prósenta skorið vel viðunandi þessfyrirutan (flaskaði á Armeníu og Írlandi fyrir Makedóníu og Króatíu).

Undir miðnæturstundina leit ég í kveðjupartíið hans Jóhannesar Skírara. Þar var glatt á hjalla. Rúmenskur vinnufélagi minn átti þó ekki orð yfir vanþóknun sína á úrslitum kvöldsins. Höfðu allir aðrir af því allnokkurt gaman.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com