<$BlogRSDUrl$>

19 maí 2006


Góður dagur maður.

Ég vaknaði uppúr klukkan fimm í morgun og gekk á Keili með Magnúsi, Böðvari vini okkar og fleirum í boði Ferðafélags Íslands. Var kominn í vinnuna um tíuleytið. Í hádeginu fór deildin út að borða á Þrjá Frakka til að kveðja Fransmanninn Jóhannes Skírara (sem ég braut tennurnar í hérna um árið) þar sem hann heldur eftir helgi á fjarlægar slóðir til annarra starfa. Á eftir fer ég með stelpunum í sund. Og svo munum við hjónin hafa það notalegt saman í kvöld - amma og afi í Vættaborgum hafa óskað eftir kompaníi til gistingar.

Rúmenía, Grikkland og Bosnía/Hersegóvína munu bítast um sigurinn annað kvöld. Bæði Finnland og Litháen (sem unnu mig í lið með sér í gærkveldi) munu koma á óvart. Lögin frá Svíðþjóð (því miður já), Rússlandi, Króatíu, Úkraínu og Makedóníu verða þarna einhversstaðar ofarlega líka. Og köllum það topp tíu.

Auk þess: Ekki missa af lögunum frá Noregi, Moldavíu og Lettlandi. Evróvisjónklassík, hvert á sinn hátt.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com