<$BlogRSDUrl$>

24 maí 2006


Ég er frík.

Ég hef tekið saman þær niðurstöður sem komnar eru nú þegar í kommentakerfið við síðustu færslu, um það með hvaða fingri fólk kjósi að smella (þegar það smellir fingrum vitaskuld - einhverjir misskildu spurninguna annaðhvort óvart eða viljandi og féllu þeirra atkvæði dauð og ómerk) og bætti þar ofaná niðurstöðum sambærilegrar könnunar sem ég gerði á nokkrum vinnufélögum mínum. Í þeim tilvikum þar sem fólk sagðist geta smellt á fleiri en einn veg var þeirra besta eða uppáhalds fingrasmelliaðferð látin ráða.

Niðurstöður voru sem hér segir.

Þátt tóku 17 manns, í sameinuðu úrtaki (ekki reyndist marktækur munur á milli sýna). Þaraf voru 13 (76%) sem sögðust bestir í að smella með löngutöng. Af hinum kusu 2 baugfingur (12%) og 2 litlaputta (12%).

Sjálfur er ég einn af þeim fáu sem kjósa helst að smella með baugfingri. Ég get líka smellt með löngutöng en það er mun aumingjalegra. Alltþartil nú hef ég haldið að flestum væri farið líkt og mér - mér finnst svo miklu muna á aðferðunum tveimur að ég tók sem gefið að mannskepnan væri frá náttúrunnar hendi anatómískt betur gerð til að smella með baugfingri en löngutöng. En þessar niðurstöður benda ótvírætt til annars.

Óvæntasta niðurstaða þessarar könnunar er þó það velmerkjanlega hlutfall fólks sem kýs að smella með litlafingri. Eiginlega mesta furða að enginn hafi komið fram sem segist smella best með vísifingri (á eitthvað annað en tölvumúsina sína, þeas).

En sumsé, ég er frík. Ég er meðlimur minnihlutahóps.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com