<$BlogRSDUrl$>

15 maí 2006


Förum mjög hratt yfir sögu með það sem er í vændum á úrslitakvöldinu.

Mér fannst lettneska a-capella bojbandið afskaplega sætt og bersnki sjarminn fleytti því yfir hnökra í vókalíseringum. Ég er yfir mig hrifinn af blúgrass í Evróvisjón, svona sem konsepti, en fannst þýska númerið ekki gera það aaalveg nógu skemmtilega. Hvorki norska né danska lagið er þess legt að ég nenni að láta það fara í taugarnar á mér, ósköp meinlaust sosum. Króatísku pinnahælarnir eru stórskemmtilegir, groddalegheit og gaman. Rúmenía sendir evrórusl - vel pródúserað evrórusl af bestu gerð, en rusl samt sem áður. Frakkland heldur uppteknum hætti með að senda gufuþvegna moðsöngva sem mér er einhvernveginn ósköp vel við, ólíkt öllum öðrum. Ég tala ekki vel um gríska lagið - ósköp vel gert sosum en mér finnst þetta lag vera nákvæmlega eins og eitthvað sem ég kem ekki fyrir mig...

Annað er hrein hörmung (Sviss, Moldavía, helvítis hræsnisfulli friðarsöngurinn frá Ísrael, Tómatsósusystur, Malta) og breska framlagið sýnu verst.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com