<$BlogRSDUrl$>

31 maí 2006


Hápunktar Færeyjaferðarinnar um helgina:
- Náttúrulega höfnin í Gjögt
- Gömlu húsin á Tinganesi
- Cippo Sport Café
- Fjöldasöngurinn eftir lokun á Café Natur
- Vellukkaðir tónleikar á sunnudeginum (með óvæntri upptroðslu léttsveitar úr Silfri Egils)
- Að bragða skerpukjöt í þjóðlega kvöldmatnum
- Sagnadans í gamalli stofu með hóp af Færeyingum, ógleymanleg lífsreynsla
- Gangan úr Þórshöfn yfir í Kirkjubæ á mánudagsmorgninum

Lágpunktar Færeyjaferðarinnar um helgina:
- Klukkutíma bið eftir engu (sem þó var allan tímann alveg að fara að gerast) á róðrarhátíðinni við höfnina í Klakksvík
- Restaurant Merlot (skemmdur matur, skemmd þjónusta)
- Forföll færeyska kammerkórsins Tarira sem átti að halda tónleikana með okkur en afboðaði vegna jarðarfarar með sólarhrings fyrirvara
- Bragðið af skerpukjöti. Og söltuðu hvalrengi (hrognin, lifrarkássan og harðfiskurinn voru þó ljómandi góð).

Í það heila tekið stórvel heppnuð kórferð og frábær endir á vetrarstarfinu. Það verða allir að koma til Færeyja minnst einu sinni um ævina. Og mig langar strax aftur. Á Ólafsvöku.

Og það er ekki fullreynt með skerpukjötið ennþá - ég skal komast upp á lag með það.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com