<$BlogRSDUrl$>

12 maí 2006


Í veikindunum um daginn kom ég mér loksins til að horfa á þá ágætu mynd, M eftir Fritz Lang.

Það var eitthvað mjög uggvekjandi við Peter Lorre í titilhlutverkinu sem ég kom ekki alveg fyrir mig til að byrja með (fyrir utan að hann var stjörnuleikari). Svo áttaði ég mig á að það hafði eitthvað að gera með hendurnar á honum - þær voru óvenju þykkar, kubbslegar og kjötmiklar. En það var samt ekki bara það, og ekki heldur hvernig þær mjókkuðu fram á kjúkurnar, eða hvernig hann hélt þeim út eins og klóm í dramatískustu atriðunum...

Svo small það.

Fyrst gat ég ekki betur séð en allir fingurnir á honum væru jafnlangir. En nánari skoðun leiðir í ljós að þeir fjórir sem standa fram úr greipinni snúa öfugt, ef svo má segja: Baugfingur er lengstur. Langatöng og litliputti eru svipuð að lengd. Og vísifingur er áberandi stystur, litlu lengri en þumallinn.

Ég á bágt með að ímynda mér mikið óhugnanlegri líkamlegan effekt. Nema ef vera skyldi að hann væri jafnvígur á hægri og vinstri.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com