<$BlogRSDUrl$>

11 maí 2006


5: Jablkon - Chmury

Yndislegir tékkneskir rugludallar sem ég sá á bakstrætisknæpu í Dyflinni haustið 1993 með Adda Arngríms og Frosta. Spiluðu á klassíska gítara, þvottabretti, hrossabresti og önnur heimatilbúin skrapatól. Trommarinn í þessari hljómsveit er sá trommuleikari sem mest líkist Dýra í öllum heiminum.Við kröfðumst þess að fá diskana okkar áritaða og linntum ekki látum fyrr en við höfðum ruðst baksviðs og inná greyin karlana þar sem þeir sátu í mestu makindum og slöppuðu af yfir bjór og sígó. Þeir tóku okkur vel.

Þetta lag er af hinum yndislega diski, Baba Aga.

Hljómsveitin ku enn vera starfandi.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com