<$BlogRSDUrl$>

11 maí 2006


10: Muzica Ortodoxa Bizantina - ???

Rúmenskur vinnufélagi minn rétti mér fyrr í vor heimabrenndan disk með rúmenskum karlakór að syngja ortódox-kirkjutónlist. Engar upplýsingar um lög eða flytjendur nema þessi þrjú orð: "Muzica Ortodoxa Bizantina." En þetta er gríðarlega falleg tónlist. Dálítið eins og karlkyns útgáfan af búlgarska kvennakórnum Angelite (sem við hjónin erum einmitt að fara að sjá um aðra helgi) þótt útsetningar séu allar einfaldari og tónninn dulmagnaðri.

Þetta er tíunda lagið af diskinum og tíunda lagið af listanum, og lýkur hér iPod-bloggi.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com