<$BlogRSDUrl$>

05 apríl 2006


Nú fyrst enginn vildi segja neitt þá varð ég bara að segja mér það sjálfur: Samkvæmt fréttum og hljómleikaskrá á heimasíðu hljómsveitarinnar er ljóst að The Wedding Present munu leika á Grand Rokk fimmtudagskvöldið 27. apríl næstkomandi.

Ég er nú þegar búinn að panta mér fjóra diska sem nauðsynlega vantaði í safnið: George Best, Úkraínsku sessjónina, Take Fountain og Bizarro (sem ég átti ekki nema á vinyl og hef ekki heyrt í fimmtán ár eða þarumbil).

Bandið hefur tekið dálitlum breytingum frá í gamladaga, þótt að helftinni til séu gamlir félagar enn til staðar. Og þetta er náttúrulega ekkert flókið: Sjö ár eru græskulaust daður. JFK er eplabaka. Gedge er The Wedding Present.

Fyrir. Eftir.

Svo er bara vonandi að kvöldið hjá mér sé ekki bókað í eitthvað annað. Er ég eini nördinn sem verður á svæðinu (fyrir utan þá í bandinu, vitaskuld)?
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com