<$BlogRSDUrl$>

06 apríl 2006


Nú er slétt vika síðan ég lauk lestri á Draumalandinu eftir Andra Snæ Magnason.

Við þá sem enn hafa ekki lesið hana er ekki hægt að segja neitt annað en drífa sig. Þetta er mikilvægasta bók sem rituð hefur verið á íslenska tungu svo áratugum skiptir. Ég sá einhvern leita aftur til Atómstöðvarinnar eftir Nóbelskáldið og þótti ekki galið. Þetta er bók sem krefst þess af lesandanum að hann taki afstöðu - ekki endilega með sér eða á móti (sem er einmitt eitt af mörgu sem hún gagnrýnir - þessi þröngvun orðræðunnar í hverju máli í átt að tveimur andstæðum pólum) heldur að hann marki sér sína eigin. "Hugsaðu," segir hún. "Ekki láta aðra segja þér hvað þér finnst. Stattu fyrir máli þínu." Vangaveltur hennar um veru og brotthvarf bandaríska hersins af Miðnesheiði eru sérdeilis skondnar í ljósi þeirra tíðinda sem urðu í sömu viku og hún kom út ("þetta var allt planað," sagði hann, "ég stólaði á þetta"). Og hrópin eftir álveri í Helguvík í kjölfarið hálfu meira hrollvekjandi fyrir vikið ("hvað á allt þetta fólk að gera?").

Þessi bók er Gúlageyjaklasi íslenskra bókmennta. Bilív ðö hæp - lestu hana strax ef þú átt það eftir.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com