<$BlogRSDUrl$>

28 apríl 2006


Evróvisjónsblogg?

Eiginlega ekki, ekki þannig.

Ég sá þáttinn síðasta laugardag og vil nú ekki vera að fara of nákvæmlega yfir þetta. Þó segi ég að uppáhaldslögin mín úr þessum fyrsta fjórðungi koma frá Andorra og Albaníu. Albanski fimmhundruðkallinn hefur yfir sér mikinn indælis sveitasjarma. Vonandi koma frændur hans með honum til að gaula undir og spila á etnískar flautur. Og frá Andorra kemur kynþokkafyllsta kona keppninnar það sem af er. Sem syngur líka ágætlega.

En vitaskuld fer hvorugt þeirra áfram.

Frekar myndi maður veðja á svíatrassið frá Belgíu og hvítrússneska klámpoppið. Jafnvel sæta strákinn með hárgreiðslurnar og standpínukragann frá Slóveníu. Annað var hörmung - kýpverska Mariah-Carey-lúkkalækið opnaði eyru mín fyrir því að það er ekki hægt að kaupa góða söngrödd með því að sprauta sílikoni í raddböndin. Hvað þá lagasmíðahæfileika með skammti af því sama í innra eyrað. En um tíma hefði ég reyndar þegið sílikontappa í hlustirnar. Írska lagið var svo grátlegt að það var fyndið. Þau frá Armeníu og Búlgaríu voru skárri, en óintressant.

---

Tónleikarnir í gær? Þeir voru meiriháttar. Æðislegir. Besta brúðkaupsgjöf sem ég hef fengið í nærri sjö ár. David Gedge er mikill listamaður. Það voru mikil gleðitíðindi og blessun fyrir rokksöguna þegar hann hætti að vera hamingjusamlega giftur og varð aftur einhleypur, óhamingjusamur og ástlaus nörd og minnipokamaður.

---

Tónleikarnir á morgun leggjast vel í mig. Um kvöldið verður árshátíð kórsins, svo frúin verður að taka upp úr kassanum fyrir seinni tíma.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com