<$BlogRSDUrl$>

03 mars 2006


Við Hrefna fórum í leikhús í gær. Hún Árný leikur nefnilega stórt hlutverk í leikritinu "Viðtalið," sem Draumasmiðjan frumsýnir nú um helgina í Hafnarfjarðarleikhúsinu.

Hrefna var dálítið framlág (enda komið framyfir háttatíma hjá henni og efnið meira svona fullorðins) en ég skemmti mér konunglega, rétt eins og aðrir í salnum. Þetta er fróðlegt og skemmtilegt leikrit um þarft efni þar sem bæði er hlegið og grátið.

Og frúin vinnur leiksigur.

Á meðan fór Una með afa sínum og ömmu að horfa á nöfnu og frænku frúarinnar fremja fimleika og skemmti sér einnig dável. Svo þetta var eftirminnileg kvöldstund fyrir alla í fjölskyldunni.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com