<$BlogRSDUrl$>

15 mars 2006


Flesta daga gerist ekki neitt. Þeir eru ósköp venjulegir. Flestir þeirra hverfa í gleymskunnar dá (Ó! Æska!) og viku seinna á maður í mestu vandræðum með að muna hvað maður gerði þennan daginn eða hinn. En samt eru sumir þeirra sem sitja í hausnum á manni löngulöngu seinna, þrátt fyrir að vera í raun ósköp hversdagslegir á allan hátt og nánast alveg eins og allir hinir.

Ég held að dagurinn í dag verði einn af þeim: Dögunum sem ekkert gerðist en ég á samt eftir að muna lengi.

Ekki eins og ég hafi neitt fyrir mér í því.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com