<$BlogRSDUrl$>

17 mars 2006


Enn um TGN1412: Ekkert virðist benda til annars en að þeim sem stóðu fyrir tilraununum hafi verið eiður sær. Þeir og allir aðrir stóðu í þeirri trú að allt væri rétt gert og enginn rengdi þá um það. Enginn sá ástæðu til - allt var tipptopp, bæði rannsóknarniðurstöður og eftirlit. Nema...

Einhverra hluta vegna virðist sem TeGenero (eða Parexel fyrir þeirra hönd) hafi verið neitað um að hefja fyrsta-fasa tilraunir í heimalandinu Þýskalandi, a.m.k. í fyrstu tilraun. Breytt og betrumbætt útfærsla virðist svo hafa fengið náð fyrir augum þarlendra eftirlitsyfirvalda eftir að undirbúningur var kominn af stað í Bretlandi. Ekki virðist sem neinar grunsemdir hafi verið um að lyfið sjálft væri svo skaðlegt sem raun bar vitni.

Þetta þarf meir að segja ekki að segja neitt annað en það að kerfið sem fyrir er er mjög strangt. Sú nasasjón sem ég hef fengið gegnum vinnufélaga mína af því sem lagt er á umsækjendur í lyfjaþróunarferlinu er öll á þann veg að þetta er gríðarlega strangt ferli. Það líðst bara ekkert fupp eða handarbakavinnubrögð hér, takk fyrir. Ef nokkur minnsti vafi leikur á er stóllinn settur fyrir dyrnar. Svo einfalt er það.

Það er vel.

Fyrst sá möguleiki virðist út úr myndinni krossleggur nú gervallur lyfjaþróunarheimurinn fingur og vonar að þetta hafi verið handvömm við framkvæmd ("The head of a testing company, who asked not to be identified, said the drug-testing industry was "praying" that the incident had been the result of a human error."). En sú skýring gerist langsóttari.

Sífellt fleira virðist benda til að mannkynið hafi á þriðjudaginn var orðið vitni að alveg nýrri og óvæntri gerð af þeim skakkaföllum sem geta dunið á okkur í leit að þekkingu.

Það má finna ágæta úttekt á þeim vanda sem líklegt er að blasi við hjá Mark Lawson, dálkahöfundi á Guardian: "...if an increase in human testing proves to have contributed to this tragedy, the time will have come for society to decide what it prefers: dead guinea pigs, dead human guinea pigs, or fewer drugs."

Ástralir fylgjast líka grannt með málinu, þar sem einn sexmenninganna er þaðan: "Even if the answer [to what went wrong] turns out to be acceptable, it will still have a huge impact,"

Einnig má benda á Nýja vísindamanninn: “You don’t need to be a rocket scientist to work out what will happen if you non-specifically activate every T cell in the body.”

Og Náttúruna, fyrir fræðilega úttekt.

Að síðustu: Í hverri sögu má finna Vonda Kallinn. Þótt hér sé hann kannski ekki sá sem við mætti búast í sögu um lyfjafyrirtæki sem gera tilraunir á heilbrigðu fólki.

Hvað ætli íslenskir kollegar þeirra á Speglinum hefðu gert?
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com