<$BlogRSDUrl$>

29 mars 2006


Enn meira tilgangsleysi: Hvað ætli sé hægt að telja upp mörg lög sem heita sama nafni og einhver persóna úr mannkynssögunni?

Þessu laust alltíeinu niður í mig. Lýsum ógilt að lag fjalli um viðkomandi en heiti einhverju öðru nafni (Dæmi: Tunic með Sonic Youth er ómark, þótt það fjalli um Karen Carpenter). Þau lög sem hafa nafnið á einhverjum frægum í titlinum teljast ekki með heldur, ef titillinn er lengri en sem því nemur. (Dæmi: Johnny Mathis' Feet með American Music Club og Charles Bukowski is Dead með The Boo Radleys). Lögin verða ennfremur að heita fullu nafni (Dæmi: Biko með Peter Gabriel er ekki fullnægjandi). Sumsé: Fullt nafn, hvorki meira né minna.

Mér tókst að ná upp eftirfarandi lista:
David Bowie - Andy Warhol (popplistamógúll)
Bauhaus - Antonin Artaud (leikskáld)
Throwing Muses - Ellen West (átröskunarsjúklingur)
Manic Street Preachers - Kevin Carter (fréttaljósmyndari)

Þá datt mér í hug að einhver á internetinu hlyti að hafa hugsað eitthvað svipað áður, og hnaut um þennan náskylda lista á Wikipedia. Þar má finna eftirfarandi dæmi til viðbótar:

Woody Guthrie - Belle Starr (glæpakvendi)
Barenaked Ladies - Brian Wilson (tónlistarmaður)
Weezer - Buddy Holly (rokkari (hvernig gat ég gleymt þessu?))
Bree Sharp - David Duchovny (leikari)
Tom Lehrer - George Murphy (leikari, dansari og stjórnmálamaður)
The Eagles - James Dean (kvikmyndastjarna)
They Might Be Giants - James K. Polk (Bandaríkjaforseti)
The Clash - Janie Jones (humm... viðskiptamógúll)
David Bowie - Jean Genie (rithöfundur (látum vera með stafsetninguna))
Leonard Cohen - Jóhanna af Örk (geðsjúklingur)
Sufjan Stevens - John Wayne Gacy, Jr. (raðmorðingi)
Bob Dylan - John Wesley Harding (glæpamaður)
The Beach Boys - Johnny Carson (sjónvarpsstjarna)
Jonathan Richman and the Modern Lovers - Pablo Picasso (listmálari)
Rodd Keith - Richard Nixon (Bandaríkjaforseti og skúrkur)
Sheryl Crow - Steve McQueen (leikari (platan með Prefab Sprout er ómark))
Yo la Tengo - Tom Courtenay (leikari)
Indigo Girls - Virginia Woolf (rithöfundur)
Al Stewart - Warren Harding (Bandaríkjaforseti)
Die Ärzte - Yoko Ono (mikill listamaður)

Listinn er vitaskuld ekki tæmandi. Og ég kannast við minnst af þessu. Er eitthvað augljóst sem nauðsynlega bráðvantar í þessa upptalningu? Og eru virkilega engin íslensk lög sem ættu heima þarna? Mér dettur bara í hug Ródi raunamæddi með Hljómsveit Ingimars Eydal. En það dansar nú kannski á grensunni...

Annars held ég að ég sé að verða veikur. Fúlt ef rétt reynist.

Viðbót frá EEN, um hádegisbil á miðvikudegi (svo hermt sé eftir BD):
Skátar - Halldór Ásgrímsson (Bandaríkjaforseti og skúrkur)
Fyrsti íslenski entransinn.

Viðbót nr. 2 frá BIRD og # (síðdegis á miðvikudegi):
Dschingis Khan - Dschingis Khan (útrásarfrömuður)
Cake - Frank Sinatra (hjartaknúsari)
Madness - Michael Caine (leikari)
Boney M - Raspútín (Mr. Loverman)
Halli og Laddi - Roy Roggers (kábboj)
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com