<$BlogRSDUrl$>

31 mars 2006


Annars er ég kominn á fætur aftur - hress í vinnunni og svona. Þetta var ekki alveg eins slæmt og ég óttaðist.

Viðbót frá Vallatralla á nafnalistann:
The Pogues - Jesse James (alþýðuhetja)

Nauðsynleg reglugerðarviðbót: Lögin mega ekki vera eftir Wesley Willis.
by Hr. Pez


Æ hvur grefillinn, ég gleymdi að spjalla jómfrúna á þriðjudag sem leið.

Ó mig auman.

Það gengur bara betur næst.
by Hr. Pez

30 mars 2006


Hvað er þetta sem Simmi spyrill var að gaspra í útvarpinu um helgina sem leið - er eitthvað til í því að The Wedding Present sé að koma til landsins?

Ég verð að játa uppá mig að þá hlakka ég dálítið til.
by Hr. Pez


Humm. Mér hefur gengið eitthvað illa að sauma aftanvið tilgangslausu færsluna. Prófum þetta svona.


Viðbót nr. 3 frá Skarpa og EEN (síðdegis á fimmtudegi):
Pulp - Bob Lind (The Only Way Is Down; 60's söngvari á gráa svæðinu)
John Cale - Graham Greene (rithöfundur)
Big Star - Jesús Kristur (rokkstjarna)
Egó - Jim Morrison (trúarleiðtogi)
The Plimptons - John Major (snyrtimenni)
Megas - Jónas Ólafur Jóhannesson frá Hriflu (meintur geðsjúklingur)
Burning Spear - Marcus Garvey (blökkumaður)
Ég - Eiður Smári Guðjohnsen (íþróttaálfur)
Felt - Vasco Da Gama (landkönnuður)
by Hr. Pez

29 mars 2006


Jú mikil ósköp, kominn heim og ligg undir sæng. Létti mér lund við eftirfarandi Evróvisjónklippu, sem ég rakst á við staðreyndatékk við síðustu færslu:

Moscau Moscau með Dschingis Khan (af YouTube)
by Hr. Pez


Enn meira tilgangsleysi: Hvað ætli sé hægt að telja upp mörg lög sem heita sama nafni og einhver persóna úr mannkynssögunni?

Þessu laust alltíeinu niður í mig. Lýsum ógilt að lag fjalli um viðkomandi en heiti einhverju öðru nafni (Dæmi: Tunic með Sonic Youth er ómark, þótt það fjalli um Karen Carpenter). Þau lög sem hafa nafnið á einhverjum frægum í titlinum teljast ekki með heldur, ef titillinn er lengri en sem því nemur. (Dæmi: Johnny Mathis' Feet með American Music Club og Charles Bukowski is Dead með The Boo Radleys). Lögin verða ennfremur að heita fullu nafni (Dæmi: Biko með Peter Gabriel er ekki fullnægjandi). Sumsé: Fullt nafn, hvorki meira né minna.

Mér tókst að ná upp eftirfarandi lista:
David Bowie - Andy Warhol (popplistamógúll)
Bauhaus - Antonin Artaud (leikskáld)
Throwing Muses - Ellen West (átröskunarsjúklingur)
Manic Street Preachers - Kevin Carter (fréttaljósmyndari)

Þá datt mér í hug að einhver á internetinu hlyti að hafa hugsað eitthvað svipað áður, og hnaut um þennan náskylda lista á Wikipedia. Þar má finna eftirfarandi dæmi til viðbótar:

Woody Guthrie - Belle Starr (glæpakvendi)
Barenaked Ladies - Brian Wilson (tónlistarmaður)
Weezer - Buddy Holly (rokkari (hvernig gat ég gleymt þessu?))
Bree Sharp - David Duchovny (leikari)
Tom Lehrer - George Murphy (leikari, dansari og stjórnmálamaður)
The Eagles - James Dean (kvikmyndastjarna)
They Might Be Giants - James K. Polk (Bandaríkjaforseti)
The Clash - Janie Jones (humm... viðskiptamógúll)
David Bowie - Jean Genie (rithöfundur (látum vera með stafsetninguna))
Leonard Cohen - Jóhanna af Örk (geðsjúklingur)
Sufjan Stevens - John Wayne Gacy, Jr. (raðmorðingi)
Bob Dylan - John Wesley Harding (glæpamaður)
The Beach Boys - Johnny Carson (sjónvarpsstjarna)
Jonathan Richman and the Modern Lovers - Pablo Picasso (listmálari)
Rodd Keith - Richard Nixon (Bandaríkjaforseti og skúrkur)
Sheryl Crow - Steve McQueen (leikari (platan með Prefab Sprout er ómark))
Yo la Tengo - Tom Courtenay (leikari)
Indigo Girls - Virginia Woolf (rithöfundur)
Al Stewart - Warren Harding (Bandaríkjaforseti)
Die Ärzte - Yoko Ono (mikill listamaður)

Listinn er vitaskuld ekki tæmandi. Og ég kannast við minnst af þessu. Er eitthvað augljóst sem nauðsynlega bráðvantar í þessa upptalningu? Og eru virkilega engin íslensk lög sem ættu heima þarna? Mér dettur bara í hug Ródi raunamæddi með Hljómsveit Ingimars Eydal. En það dansar nú kannski á grensunni...

Annars held ég að ég sé að verða veikur. Fúlt ef rétt reynist.

Viðbót frá EEN, um hádegisbil á miðvikudegi (svo hermt sé eftir BD):
Skátar - Halldór Ásgrímsson (Bandaríkjaforseti og skúrkur)
Fyrsti íslenski entransinn.

Viðbót nr. 2 frá BIRD og # (síðdegis á miðvikudegi):
Dschingis Khan - Dschingis Khan (útrásarfrömuður)
Cake - Frank Sinatra (hjartaknúsari)
Madness - Michael Caine (leikari)
Boney M - Raspútín (Mr. Loverman)
Halli og Laddi - Roy Roggers (kábboj)
by Hr. Pez

28 mars 2006


Seinni sýning gekk ljómandi vel í fyrrakvöld. Meðan ég beið eftir sexunni heim niðrá Lækjartorgi var ég spurður um "bus number thirteen," hvort hann væri kominn. Sá sem spurði var túristi frá Egiftalandi ("you know, with the pyramids"), á leið heim í gistinguna úti á nesi. Ég spurði vitaskuld há hí lækd æsland og hann lét vel af - var búinn að vera hérna í fimm daga og átti uppundir tvær vikur eftir. Hann spurði mig hvort ég væri í alvörunni Íslendingur; honum fannst ég eitthvað dökkur yfirlitum. Ég útskýrði fyrir honum að þetta væri útbreiddur misskilningur, við Íslendingarnir værum nefnilega mun "darker breed" en fólk gerði sér grein fyrir - við værum sko engir ljósfextir Svíadjöflar. "Just see Unnur Birna, Most Beautiful Woman in the World, she has dark hair." Fyrir utan náttúrulega allt rauða hárið, "our Celtic heritage, you know."

Mér fannst hann nú helstil ljós yfirlitum sjálfur, af Egifta að vera. En vildi nú samt ekkert vera að bera það uppá hann. Kannski ég hefði átt að gera það; kannski eru Egiftar mun "fairer breed" en umheimurinn gerir sér grein fyrir. "Our Greek heritage" eða eitthvað.

Svo kvöddumst við með virktum þegar bus number thirteen kom fyrir hornið af Hverfisgötunni. Skömmu seinna var ég sjálfur á minni leið uppí Grafarvoginn. Þegar ég steig út uppá Borgarholtinu glitruðu norðurljós yfir borginni meðan Jónsi söng í æpoddinum að það besta sem Guð hefði skapað væri nýr dagur. Ég hefði lagst í móinn og horft á þau dansa dálitla stund við hugljúfan undirleik ef ég hefði ekki verið í svona voðalegum hlandspreng eftir bjórinn úr Kjallaranum. Mér leið eins og ég væri aftur orðinn sex ára á harðahlaupum heim utanaf klettunum við Krossanesið, með hlandrák á buxunum niður innanlærið og loðnumjölið ilmandi í blænum.

Kannski Guð sé bara loðnubræðsla eftir allt saman.
by Hr. Pez

24 mars 2006


Hér er einn af þessum vita tilgangslausu og skemmtilegu listum: Sándtrakk lífs míns.

opening credits - Movin' On Up / Primal Scream
wake up scene - Hello Good Morning Happy Day / Roger Whittaker
average day scene - Late in the Day / Supergrass
best friend scene - Barney (and me) / The Boo Radleys
crush scene - Groovy Train / The Farm
falling in love scene - Anne Marie / Prefab Sprout
love scene - Into My Arms / Nick Cave & The Bad Seeds
fight with friend scene - Double Dare / Bauhaus
break up scene - Please Call Me Baby / Tom Waits
get back together scene - Never Can Say Goodbye / Isaac Hayes
fight at home scene - God Only Knows / Beach Boys
life's ok scene - Hoppípolla / Sigur Rós
heartbreak scene - From a Late Night Train / The Blue Nile
mental breakdown scene - Hate My Way / Throwing Muses
driving scene - Vamos /Pixies
lesson learning scene - Because of Toledo / The Blue Nile
deep thought scene -Viðrar vel til loftárása / Sigur Rós
flashback scene - Nightswimming / R.E.M.
party scene - Partýbær / Ham
happy dance scene - Fool's Gold / The Stone Roses
regret scene - Nobody's Fault But My Own / Beck
long night alone scene - Wandering Star / Portishead
death scene - The Mercy Seat / Ultra Vivid Scene
closing credits - Fire and Rain / James Taylor

Þeir herma sem nenna.
by Hr. Pez

23 mars 2006


Frekari fréttir af kvöldinu (og sunnudags komanda) með mynd af undirrituðum í karakter, meðal annars. Ég er þessi nördalegi sem húkir yfir tölvunni (ekki sá svali í rifnu gallabuxunum).

Not much of an acting stretch there then now, is it?
by Hr. Pez

22 mars 2006


Í kvöld verðum við hjónin bæði heima í einu. Heila kvöldstund. Það heyrir til tíðinda, -hefur ekki átt sér stað síðan...

...fimmtudagskvöldið í síðustu viku, held ég bara.

Datt annars í hug að prófa fótóbloggerinn. Ef lukkast þá má sjá mynd af fjölskyldunni hér meðfylgjandi. Hún var tekin í bakgarðinum hjá vinafólki okkar í úthverfi Manchester síðasta sumar og fylgdi með kortunum jólin sem leið.

by Hr. Pez

20 mars 2006


Ég fékk dáldið skrítið og skemmtilegt símtal fyrir rétt rúmri viku síðan. Afleiðingin er sú að ég verð þarna. Og tala kúribísku.

Fimmtudags- og sunnudagskvöld klukkan níu (held ég, frekar en átta). Takið frá.
by Hr. Pez

17 mars 2006


Enn um TGN1412: Ekkert virðist benda til annars en að þeim sem stóðu fyrir tilraununum hafi verið eiður sær. Þeir og allir aðrir stóðu í þeirri trú að allt væri rétt gert og enginn rengdi þá um það. Enginn sá ástæðu til - allt var tipptopp, bæði rannsóknarniðurstöður og eftirlit. Nema...

Einhverra hluta vegna virðist sem TeGenero (eða Parexel fyrir þeirra hönd) hafi verið neitað um að hefja fyrsta-fasa tilraunir í heimalandinu Þýskalandi, a.m.k. í fyrstu tilraun. Breytt og betrumbætt útfærsla virðist svo hafa fengið náð fyrir augum þarlendra eftirlitsyfirvalda eftir að undirbúningur var kominn af stað í Bretlandi. Ekki virðist sem neinar grunsemdir hafi verið um að lyfið sjálft væri svo skaðlegt sem raun bar vitni.

Þetta þarf meir að segja ekki að segja neitt annað en það að kerfið sem fyrir er er mjög strangt. Sú nasasjón sem ég hef fengið gegnum vinnufélaga mína af því sem lagt er á umsækjendur í lyfjaþróunarferlinu er öll á þann veg að þetta er gríðarlega strangt ferli. Það líðst bara ekkert fupp eða handarbakavinnubrögð hér, takk fyrir. Ef nokkur minnsti vafi leikur á er stóllinn settur fyrir dyrnar. Svo einfalt er það.

Það er vel.

Fyrst sá möguleiki virðist út úr myndinni krossleggur nú gervallur lyfjaþróunarheimurinn fingur og vonar að þetta hafi verið handvömm við framkvæmd ("The head of a testing company, who asked not to be identified, said the drug-testing industry was "praying" that the incident had been the result of a human error."). En sú skýring gerist langsóttari.

Sífellt fleira virðist benda til að mannkynið hafi á þriðjudaginn var orðið vitni að alveg nýrri og óvæntri gerð af þeim skakkaföllum sem geta dunið á okkur í leit að þekkingu.

Það má finna ágæta úttekt á þeim vanda sem líklegt er að blasi við hjá Mark Lawson, dálkahöfundi á Guardian: "...if an increase in human testing proves to have contributed to this tragedy, the time will have come for society to decide what it prefers: dead guinea pigs, dead human guinea pigs, or fewer drugs."

Ástralir fylgjast líka grannt með málinu, þar sem einn sexmenninganna er þaðan: "Even if the answer [to what went wrong] turns out to be acceptable, it will still have a huge impact,"

Einnig má benda á Nýja vísindamanninn: “You don’t need to be a rocket scientist to work out what will happen if you non-specifically activate every T cell in the body.”

Og Náttúruna, fyrir fræðilega úttekt.

Að síðustu: Í hverri sögu má finna Vonda Kallinn. Þótt hér sé hann kannski ekki sá sem við mætti búast í sögu um lyfjafyrirtæki sem gera tilraunir á heilbrigðu fólki.

Hvað ætli íslenskir kollegar þeirra á Speglinum hefðu gert?
by Hr. Pez

16 mars 2006


Allt brjálað í fréttum í gærkveldi maður.

Fjölskyldan fór reyndar í sund undir kvöldfréttunum í gær, svo það var ekki fyrr en í morgun að ég frétti það helsta. Ég ætla ekkert að segja um Baugsmál. Og ekki heldur um herinn. En fréttir af því hve illa fór með fyrstu tilraunir á lyfinu TGN1412 í Bretlandi sitja í mér.

Það er ljóst að það sem átti að vera tíðindalaus dagur í lyfjaprófun leystist upp í hreint helvíti á jörð.

Ónæmiskerfið í okkur er býsna öflug maskína. Það er nokkuð sem maður hugsar ekki um dagsdaglega, meðan maskínan malar. Við gleymum því hversu langan tíma náttúran hefur haft til að fínstilla vélina og töpum okkur í áhyggjum yfir magni baktería í ísvélastútum og förum á límingunum þegar börnin okkar éta sand og drullu. Berum á okkur sótthreinsandi áður en við kjáum framan í þau.

En maskínan er þarna og hún virkar. Bara stundum á annan hátt en við eigum von á. Það sjáum við í dæmum eins og þessu, þar sem lyf sem er sérstaklega hannað til að hafa áhrif á ónæmiskerfið hefur vægast sagt önnur áhrif á það en til var ætlast. Þar sem innspýtingin virðist hafa rokið í botn vegna þessa óvænta áreitis og vélin setið föst í hundraðþúsund snúningum.

Málið er auðvitað stærra en sem nemur þeim sex mannlegu harmleikjum sem eru þarna í uppsiglingu. Afleiðingarnar gætu átt eftir að verða mjög víðtækar. Innan næstu vikna fáum við væntanlega að vita eitthvað meira um ástæðuna - hvað fór úrskeiðis. Líklega er um að ræða eitthvað af þrennu:

1) Mannleg mistök við framkvæmdina sjálfa - rangur skammtur, framleiðslugalli, efnamengun... Ekki vildi ég vera í skóm þess sem hefði eitthvað slíkt á samviskunni.

2) Ófullnægjandi úrvinnsla á niðurstöðum vinnu af tilraunastofu og úr dýratilraunum. Fréttir eru sem stendur misvísandi um það hvaða dýr voru notuð til tilrauna og hverjar niðurstöðurnar voru (óstaðfestar fregnir um að hundur hafi drepist í kjölfar forprófana verða að dæmast sem sögusagnir á þessu stigi málsins).

Hvorttveggja er vitaskuld nógu alvarlegt útaffyrir sig og gefur meira en fulla ástæðu til að endurskoða alla prótókolla sem viðhafðir eru við lyfjaþróun í dag (svipað yfirhalningunni sem kom í kjölfar þalídómíð-barnanna fyrir fjórum áratugum síðan, þarsem vísbendingum um fósturlát í kanínum var m.a. stungið undir stól, ef ég man rétt). En ég hef séð þriðja möguleikanum velt upp á internetinu, og sá er jafnvel sá mest ógnvekjandi:

3) TGN1412 er "klæðskerasaumað" lyf, það fyrsta sem skyldi miðað á sérstaka boðleið í tjáskiptaferli T- og B-frumna ónæmiskerfisins í mannfólki. Það má vera að niðurstöður dýratilrauna hafi einfaldlega gefið rangar væntingar um virknina í fólki. Ekki fyrir það að neitt væri að tilraununum sjálfum, heldur þvertámóti fyrir það að lyfið væri jafnvel bara of vel hannað - að sérhönnuð áhrif þess á mennskar frumur hafi verið ófyrirsjáanleg í því líffræðilega umhverfi þar sem það var skoðað í hundum/rottum/öpum/kanínum.

Sé svo, þá er það illt viðfangs. Því hvernig á þá að vera hægt að svo mikið sem byrja að meta það hvaða áhrif mögulegt framtíðarlyf hefur á þá sem taka það?

Illt viðfangs.

Öllu gleðilegri tíðindi úr vísindageiranum: Núna er hægt að búa til broskalla úr DNA. Og kort af heiminum líka, þessvegna (ef hlekkurinn krefst áskriftar má sjá frétt um það sama hjá Nýja Vísindamanninum).

Annars fórum við í sónar í morgun og allt leit vel út. Allt á sínum stað og ekkert sem vantaði. Eins og blessaður Kaninn segir: "Count your blessings."
by Hr. Pez

15 mars 2006


Flesta daga gerist ekki neitt. Þeir eru ósköp venjulegir. Flestir þeirra hverfa í gleymskunnar dá (Ó! Æska!) og viku seinna á maður í mestu vandræðum með að muna hvað maður gerði þennan daginn eða hinn. En samt eru sumir þeirra sem sitja í hausnum á manni löngulöngu seinna, þrátt fyrir að vera í raun ósköp hversdagslegir á allan hátt og nánast alveg eins og allir hinir.

Ég held að dagurinn í dag verði einn af þeim: Dögunum sem ekkert gerðist en ég á samt eftir að muna lengi.

Ekki eins og ég hafi neitt fyrir mér í því.
by Hr. Pez

14 mars 2006


Þetta vatnalagadæmi alltsaman - er þetta ekki bara stormur í vatnsglasi?
by Hr. Pez

13 mars 2006


Hrefna um nýjustu tíðindi úr banka- og viðskiptageiranum nú í morgun: "Mér finnst svo leiðinlegt að Íslandsbanki skuli vera að skipta um nafn."

Já, heimur versnandi fer. -Og þó ekki, fyrst ungdómurinn virðist svona meðvitaður um það.
by Hr. Pez

10 mars 2006


Ansk: Ég er ekki enn búinn að kaupa mér miða á Iggy. Verð að drífa mig.

Ég ætlaði reyndar að gera það núna áðan en var búinn að gleyma hvar þeir eru seldyr á ynternetynu. Svo ég keypti bara miða fyrir mig og frúna á búlgarska kvennakórinn í staðinn.

Þeir sem ekki hafa tékkað á því nú þegar ættu að drífa sig inn til Egils Harðar og horfa á hann Iggy karlinn maka sig út í hnetusmjöri.

Ég veit ekkert hver þessi Egill er. En hlekkirnir hans eru skemmtilegir.
by Hr. Pez

09 mars 2006


Í morgun fór ég til tannlæknis og lét bora í kjaftinn á mér. Deyfingin var ekki enn farin úr mér í hádegismatnum: "Whence the bloody napkin?"

Og ég hef ekki frá neinu merkilegru að segja í dag. Ég hef verið að gæla við að skrifa um "Stóra Skopmyndamálið" (sic) útfrá nýju sjónarhorni í nokkrar vikur. En hef einhvern veginn ekki nennt því. Nú er það mál orðið útjaskað og þreytt hjá öllum alminlegum dægurmálaþrösurum, svo ég get kannski farið að koma mér að því bráðlega.
by Hr. Pez

08 mars 2006


Ég var á fyrirlestri í morgun; Þorvaldur Þorsteinsson las yfir starfsmönnum ÍE og spurði: "Hvað heldurðu að þú sért?"

Hann kom vel fyrir. Og sagðist ekki mæla með því að vinna í heilablóðfallslottóinu.

Inntakið var kannski gamalkunnugt. Til dæmis úr orðum annars og eldri meistara (ekki að það hafi verið neitt verra fyrir vikið):

Everybody talks about a new world in the morning.
A new world in the morning so they say.
Well I myself don't talk about a new world in the morning.
A new world in the morning, that's today...
by Hr. Pez

07 mars 2006


Ég fór aftur á frumsýninguna á laugardagskvöldið. Það var gaman. Og gaman hvað gekk vel - það eru rífandi góðir dómar í öllum blöðum í dag.

Stoltur af minni.
by Hr. Pez

03 mars 2006


Við Hrefna fórum í leikhús í gær. Hún Árný leikur nefnilega stórt hlutverk í leikritinu "Viðtalið," sem Draumasmiðjan frumsýnir nú um helgina í Hafnarfjarðarleikhúsinu.

Hrefna var dálítið framlág (enda komið framyfir háttatíma hjá henni og efnið meira svona fullorðins) en ég skemmti mér konunglega, rétt eins og aðrir í salnum. Þetta er fróðlegt og skemmtilegt leikrit um þarft efni þar sem bæði er hlegið og grátið.

Og frúin vinnur leiksigur.

Á meðan fór Una með afa sínum og ömmu að horfa á nöfnu og frænku frúarinnar fremja fimleika og skemmti sér einnig dável. Svo þetta var eftirminnileg kvöldstund fyrir alla í fjölskyldunni.
by Hr. Pez

02 mars 2006


Bloggheimum hefur bæst stórskemmtileg viðbót í honum Vallatralla vini mínum og hjassarassi. Tékkið á honum. Konan hans hún Brynja er ágæt líka, sem og hann Högni, kunningi okkar allra. Þau eru öll komin í keðjugengið.

Ég hef fjarlægt bloggkönnunina, enda er hún búin að gera sitt gagn (eða ekki) og var auk þess forljót. Svo hlekkti hún á einhverjar bévaðar klámsíður ofaní kaupið.

Fundurinn umræddi var í gærkvöldi og gekk vel. Á morgun er það heimurinn.
by Hr. Pez

01 mars 2006


Hinsvegar, bara svo það sé á tæru:

"Wishing (If I had a photograph of you)" er alveg hreint ógeðslega gott lag vinur.

Og A Flock of Seagulls er stórlega vanmetin hljómsveit sem er búið að dissa meira en hún á skilið.

Ég er ekki að grínast með þetta.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com