<$BlogRSDUrl$>

27 febrúar 2006


Um daginn í útvarpinu heyrði ég lag. Svokallaða ábreiðu.

Þetta var í bílnum, fjölskyldan var á leið heim, við keyrðum upp Ártúnsbrekkuna og í útvarpinu upphófst sá hræðilegasti níunda-áratugar-hryllingur sem ég hef nokkru sinni heyrt. Ekki minnkaði skelfingin þegar við áttuðum okkur á því að lagið sem um ræðir var gamli Gleðideildar-slagarinn "Ástin mun rífa okkur í tætlur."

Í flutningi Paul Young.

Nú er frúin enginn sérstakur Joy Division aðdáandi. En tók undir með mér að téð hljóðritun væri ekkert minna en glæpur gegn mannkyni.

Það er á stundum sem þessum sem mér er skapi næst að lýsa yfir stuðningi við stofnun sérstakrar öryggislögreglu. Nema hún ætti að heyra beint undir menntamálaráðherra og hverjum þeim sem yrði uppvís að tilraun til menningarhryðjuverka af þessu tagi ætti að vera hægt að varpa í myrkustu dýflissu án lögfræðilegrar aðstoðar í ótiltekinn tíma meðan menningaröryggislögreglan gengur úr skugga um að starfsemin sé upprætt að fullu og öllum afurðum hryðjuverksins komið í lóg á tryggilegan máta.

Við hvaða hitastig bráðna geisladiskar?
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com