<$BlogRSDUrl$>

23 febrúar 2006


Móðir eins vinnufélaga míns fékk eitt sinn far í bíl með tengdadóttur sinni, mágkonu þess er söguna sagði mér og öðrum nú í hádeginu. Sú gamla var dálítið gefin fyrir líkkistunaglana, og þegar búið var að keyra nokkra stund skrúfaði hún niður rúðuna og kveikti sér í.

Tengdadóttir hennar þagði við nokkra stund en sagði síðan, með augun á veginum: "Veistu það tengdamamma, við hjónin höfum það fyrir reglu að við reykjum aldrei í bílnum."

Sú gamla leit yfir til hennar, saug á og mælti svo um leið og hún blés frá sér: "Já veistu, þetta er ágætis regla hjá ykkur."

Svo sló hún af út um gluggarifuna áður en hún saug að sér á ný.

Síðan þá skilst mér að þetta mál hafi ekki verið til umræðu í fjölskyldunni.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com