<$BlogRSDUrl$>

21 febrúar 2006


Gærkvöldið var örlítil bót í máli fyrir fyrradaginn. Það sem mér þótti verst var að ég var í vinnunni lungann úr sunnudeginum og gat því ekki dekstrað við frúna eins og mig langaði. Kom ekki heim fyrr en hún var sofnuð.

Stundum eru svona dagar.

En sumsé, mér leið ögn betur í gærkvöldi þegar hún kom heim um tíuleytið, dauðþreytt eftir langan dag, og ég hafði til reiðu handa henni heitt vatn í kamillute, niðurskorið mangó, jarðarber, banana og After-eight með þeyttum rjóma meððí.

Áttum við þá notalega kvöldstund saman í stofusófanum og fylgdumst með framvindu mála í glæparannsóknum í Las Vegas.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com