<$BlogRSDUrl$>

02 janúar 2006


Kitli-kitli: Ekkert verra en hvað annað að byrja nýtt ár á einhverjum af öllum þeim bloggleikjum sem maður hummaði fram af sér í fyrra. Ég held að ég hafi reyndar sloppið við að láta kitla mig (enda gekk það æði sem hæst meðan ég var í bloggpásu) en ef ég hefði, þá eftirfarandi. Það má þess vegna líta á síðasta listann sem áramótaheitin mín, rétt eins og hvað annað.

7 hlutir sem ég get:
1. Hnýtt Svalborgarhnútinn
2. Fundið álpappírsbragð af hnífapörum
3. Snúið upp á tunguna í mér til hægri og vinstri (og gert rennu)
4. Hreyft æðarnar á handarbökunum á mér
5. Skrifað skammlausan texta
6. Barið saman kveðskap
7. Sungið

7 hlutir sem ég get ekki:
1. Snert nefbroddinn með tungunni
2. Kreppt hægri litlafingur (og haldið baugfingri beinum um leið)
3. Spilað á Digeridoo
4. Sagt fyndinn brandara
5. Lyft 50 kg í bekkpressu
6. Staðið á höndum
7. Blakað eyrunum

7 atriði sem ég segi oft:
1. "Heyrðu..."
2. "Ljómandi."
3. "Mjólllkh!" (við dætur mínar)
4. "Líf. Dauði." (þegar ég held að enginn heyri til)
5. "Æ helvítis."
6. "Liiitl."
7. "Allavega..."

7 gallar í fari mínu sem ég á erfitt með að forðast:
1. Að fresta hlutum fram úr hófi
2. Gleymska
3. Óþarfa kvíði og áhyggjur
4. Sterk tilhneiging til að vera úti á þekju
5. Sinnuleysi
6. Losti (dauðasyndin mín)
7. Sjálfsprottnir aulabrandarar

7 konur sem mér hafa fundist fallegar (fyrir utan maka):
1. Rachel Weisz
2. Ashley Jensen
3. Janeane Garofalo
4. Fairuza Balk
5. Gina Gershon
6. Mena Suvari
7. Kate Winslet

7 hljómsveitir sem ég hlusta á og einkenna mig sem manneskju:
1. Throwing Muses
2. Lush
3. My Bloody Valentine
4. The Blue Nile
5. Bauhaus
6. Sigur Rós
7. Pixies

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Skrifa bókina sem kölluð verður "Íslenski Da Vinci lykillinn fyrir unglinga"
2. Semja fyndna íslenska gamanþætti fyrir sjónvarp
3. Búa til jólalag
4. Eignast skyrtu með pinnagötum á kraganum
5. Lyfta 50 kg í bekkpressu
6. Ná að spila á Digeridoo
7. Ná sáttum við sjálfan mig og aðra

Nú var enginn sem kitlaði mig (held ég). Svo ég kitla engan sérstakan í staðinn. En ef einhver les þetta sem varð ekki fyrir kitli á sínum tíma (og sem langar til) þá má viðkomandi líta svo á að ég hafi kitlað hann/hana.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com