<$BlogRSDUrl$>

16 janúar 2006


Ég hef ekki frá mörgu að segja.

Þegar þjóðfélagið logar og allir virðast vera að springa úr skoðunum á einhverju hitamálinu hendir mig vanalegast annað hvort af tvennu:

1) Ég kemst að akkúrat öfugri niðurstöðu.
2) Mig setur hljóðan.

Fyrir viku gerðist hið fyrra, þegar allir voru að hneykslast á Quentin Tarantino. Svo gerðist hið síðara, þegar næsta hitamál brast á með látum.

Ég ætla að sitja á mínum skoðunum þaraðlútandi, en vil þó benda á að stöku rödd skynseminnar hefur gert vart við sig innámilli á internetinu.

Annars var helgin ágæt: Við hjónin fórum í æfingabúðir með kórnum. Þetta stefnir í þrælspennandi tónleika.

Kannski meir um það síðar.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com