<$BlogRSDUrl$>

14 desember 2005


Fullteins gott að rjúfa þögnina núna og hvenær sem er í annan tíma.

Ojæja, ekki er ég að fara að keppa í Evróvisjón. Það verður að hafa það.

Mér hefur heldur aldrei fundist góð vínber.

Annars er allt gott að frétta. Það líður að jólum og spennan vex hjá ungdómnum á heimilinu. Við buðum vinum okkar í hangikjet um þarsíðustu helgi og höfðu allir af því allnokkurt gaman. Á laugardaginn síðasta var skorið laufabrauð og svo rauk ég út til að syngja á jólatónleikum. Þeir gengu vel.

Þó fór ég ekki fyrr en ég hafði gert mitt ítrasta til að finna eins mörg af þeim 72 hljómsveitarnöfnum sem falin eru á þessari mynd og mér var framast mögulegt.

Tengdapabbi prentaði myndina út í nokkrum eintökum og lét fólk leggja saman. Ágæt dægradvöl hvar sem tveir eða fleiri eru saman komnir.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com