<$BlogRSDUrl$>

30 desember 2005


Úbbs, já, afsakaðu Magnús. Fiskurinn bragðaðist hrein ljómandi vel. Sérstaklega þótti gestunum skenntilegt að smakka skötuselinn, svona nett "karamellíseraðan" á annarri hliðinni eins og hann var.

Jólin voru með hefðbundnu sniði, utan það að foreldrar mínir voru í borginni yfir hátíðina og buðu afkomendunum í jólagraut í hádeginu á aðfangadag. Um kvöldið vorum við svo hjá tengdaforeldrunum.

Þar á bæ var haldið fast í hefðina að lesa kortin áður en gjafirnar væru opnaðar. Stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel undir því. Alveg hreint eins og hetjur.

Una var fljót að ná því út á hvað þetta gekk alltsaman og Hrefna hafði engu gleymt frá fyrri jólum. Þegar ofan á það bættist að frænka þeirra Árný var engu minna spennt að koma þessu frá öllusaman má ljóst vera að mikið gekk á um tíma. Mesta furða að ekki er nema ein gjöf eftir kvöldið sem við erum ekki aaalveg viss um hvaðan kom eða hverjum var gefin.

Stelpurnar héldu uppi fjörinu framanaf kvöldi en fullorðna fólkið gat farið að kíkja í sína eigin pakka þegar á leið. Í restina gekk Una hring eftir hring um tréð og þráspurði hvar allir hinir pakkarnir hennar væru. Hún tók því lygilega vel miðað við aldur og reynslu þegar hún frétti að þetta væri, öh, allt og sumt.

Hörðu pakkarnir innihéldu Moby Dick, Flugdrekahlauparann og heila dobíu af reyfurum, innlendum sem erlendum. Og enginn fór í jólaköttinn.

Það sem eftir var jóla: Hefðbundið fjölskylduboð á jóladag hjá bróður mínum. Grimm spilamennska þessutan. Rólegheit á þriðja. Jólaskautaball í Egilshöll í fyrrakvöld. Slagsmál á tölvuöld í gærkveldi. Jólaglögg hjá svilkonu minni í kvöld og áramótagleði á sama stað annað kvöld. Og svo brestur janúar á með fullum þunga á mánudaginn.

*()*

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
by Hr. Pez

23 desember 2005


Ég stóð í bakstri fyrir eftirrétti kvöldsins fram á rauðanótt í gær. Skaust út í 10-11 um miðnæturbilið til að kaupa rifsberjagel í gljáann oná jarðarberja- og súkkulaðibökuna. Ég mun líka gera tilraun með sítrónusýllabúbbið, en það verður meira bara svona kúríó.

Á leið heim kaupi ég saltfisk og gellur, eða einhvern annan furðufisk fyrir kvöldið.

Annars er skatan í hádeginu alveg á nippinu - pabbi ætlaði að fara með mér út en er víst ekki sem bestur til heilsunnar í augnablikinu. Það yrði þá, hvað, önnur Þorláksmessan sem ég man eftir án hennar.

Ojæja. Svo lengi sem þau verða nógu hress í kvöld, gömlu hjónin.

Kokkurinn í fyrirtækinu gengur um sótbölvandi og ragnandi fyrir það að Þorláksskatan er í straffi frá mötuneytinu, samkvæmt boði ofanfrá æðstu stöðum.

Ooog þau koma nú samt.

Gleðileg jól öllsömul.
by Hr. Pez

21 desember 2005


Þetta er bara of gott til að hunsa það:


QuizGalaxy.com!Take this quiz at QuizGalaxy.com
by Hr. Pez

20 desember 2005


Orð dagsins: Endaþarmsaflitun. Nýjasta kreisið samkvæmt rannsóknarblaðamennskunni. Og kannski jólagjöfin í ár?

Gæti verið ágætis umræðuefni í kaffipásum eftir hátíðirnar: "Gvuð, á ég að sýna þér hvað hann Nonni gaf mér í jólagjöf, þessi elska..."
by Hr. Pez

19 desember 2005


Helgin leið við jólakortaskrif, jólahreingerningu og "jólaball" í Smáralindinni, af öllum stöðum.

Og lítið meira um það að segja.

Ég er byrjaður að leggja niður fyrir mér hvað þarf að elda oní lýðinn á Þorláksmessukvöld. Þetta liggur nokkuð ljóst fyrir.

Mig langar dáldið til að laga Syllabub í desert handa fullorðna fólkinu.
by Hr. Pez

16 desember 2005


Jólin jólin alstaðar. Jólahlaðborð í gærkveldi og annað í kvöld. Kem hérna fyrir einni smekklegri nostalgíumynd í boði hressu krakkanna á retroCRUSH:

by Hr. Pez

15 desember 2005


But I'm too feeble to work out!

Á dekurdegi í Laugum, sem starfsfólk deildarinnar brá sér í fyrir nokkrum vikum (undir þögninni) kom upp úr dúrnum í, tjah, köllum það kraftakeppni í bekkpressu milli okkar strákanna, að ég er mjög góður í að herma eftir Mr.Montgomery Burns.

Það vill segja, Mr. Burns að lyfta fjöður, fullur af stolti (og áreynslu).

Svo ég byrjaði núna fyrr í vikunni að hreyfa mig örlítið aftur, eftir langt hlé. Það var ágætt.

Annars er allt fínt. Ég mun eflaust segja betur frá Evróvisjónsævintýrinu seinna. En ekki nú.
by Hr. Pez

14 desember 2005


Fullteins gott að rjúfa þögnina núna og hvenær sem er í annan tíma.

Ojæja, ekki er ég að fara að keppa í Evróvisjón. Það verður að hafa það.

Mér hefur heldur aldrei fundist góð vínber.

Annars er allt gott að frétta. Það líður að jólum og spennan vex hjá ungdómnum á heimilinu. Við buðum vinum okkar í hangikjet um þarsíðustu helgi og höfðu allir af því allnokkurt gaman. Á laugardaginn síðasta var skorið laufabrauð og svo rauk ég út til að syngja á jólatónleikum. Þeir gengu vel.

Þó fór ég ekki fyrr en ég hafði gert mitt ítrasta til að finna eins mörg af þeim 72 hljómsveitarnöfnum sem falin eru á þessari mynd og mér var framast mögulegt.

Tengdapabbi prentaði myndina út í nokkrum eintökum og lét fólk leggja saman. Ágæt dægradvöl hvar sem tveir eða fleiri eru saman komnir.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com