<$BlogRSDUrl$>

23 október 2005


Önnur æfing var núna áðan og gekk framar mínum björtustu vonum. Mér er alveg hætt að lítast á blikuna - þetta stefnir í að verða algjört dúndur.

Nú tekur við rúmlega tveggja vikna æfingahlé. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig gengur þegar við skríðum saman aftur þegar þar að kemur.

Ég er sem stendur í vinnunni: ætlaði að vinna nokkur handtök í kvöld svo öruggt væri að allt yrði ekki á síðasta snúning á morgun með það sem þarf að klára fyrir utanförina. Liggur þá ekki bévað skráakerfið niðri og póstþjónninn óvirkur. Allt unnið fyrir gýg.

En internetið virkar samt alveg, svo ég get bloggað eins og ekkert sé sjálfsagðara. Merkileg þessi nýmóðins tölvutækni.

Sem minnir mig á hið fornkveðna að sitt er hvað, sálfræði og sjálfræði.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com