<$BlogRSDUrl$>

19 október 2005


Hvunndagurinn er allsráðandi um þessar mundir en brátt dregur til tíðinda: Um þetta leyti að viku liðinni verð ég að kynna niðurstöður rannsókna á vísindaráðstefnu í Pækilborg. Senn þarf ég að fara að skoða hvernig ég ætla að pakka niður. Mér sýnist á spánni fyrir vikuna að þetta verði ósköp svipað og Reykjavík: svalt veður og rigning með köflum.

---

Við buðum tengdaforeldrunum í mat í gærkveldi. Með í för var níu ára frænka og nafna frúrinnar (nei bíddu, varð hún ekki tíu ára um daginn?), sem mun verða fósturdóttir okkar næsta mánuðinn um það bil. Þetta verður eflaust ágæt æfing í því að hafa ungling á heimilinu. Og verður ábyggilega sérdeilis gaman fyrir konuna að vera einstæð þriggja barna móðir í eina viku þar af (sjá að ofan).

---

Á leið heim af kóræfingu í gær var ég nærri búinn að keyra yfir Sjálfhælinn á hringtorginu við Þjóðminjasafnið. Hann virtist vera á leiðinni heim eftir göngutúr í myrkrinu. Eða heimsókn til einhvers sem býr í þokunni.

Helvíti var hún þykk þarna í Vesturbænum.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com