<$BlogRSDUrl$>

20 október 2005


Í gærkvöld fór ég á hljómsveitaræfingu í fyrsta skipti í þrettán ár. Menn komu saman, tókust í hendur, kveiktu á græjunum, stilltu upp í, öh, þrjá, og hömruðu á mávastellinu. Það reyndist ekki hægt að stinga hljóðnemanum í samband við magnara þegar til kom, svo ég varð að öskra textann gegnum handalúður til að strákarnir hefðu hugmynd um hvar við værum staddir í laginu.

Í morgun rak ég svo trommuleikarann. Ég segi vegna tónlistarlegs ágreinings (skítt með raunveruna - mér finnst það bara svo rokkuð ástæða fyrir mannabreytingar).
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com