<$BlogRSDUrl$>

07 október 2005


Þau eru komiiin!!!

Við fyrstu sýn líst mér sérdeilis vel á verðlaunin í læknisfræði (gervieistu fyrir geldhunda), efnafræði (rannsókn á því hvort fólk syndi hraðar í vatni eða sýrópi) og, öh, fluid dynamics (nákvæmir útreikningar á skotkrafti lofttegunda í iðrum hægðalosandi mörgæsa).

Afar viðeigandi: Bókmenntaverðlaun til Nígeríusvindlarasamfélagsins eins og það leggur sig.

Og verðlaun í hagfræði fyrir uppfinningu sem hefur verulega hagnýtt gildi (ólíkt því sem er venjan með systurverðlaunin): Vekjaraklukka sem hleypur í burtu og felur sig áður en hægt er að slökkva á henni.

Ég hef ekki enn hætt mér út í að skoða buxurnar sem sprungu í loft upp.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com