<$BlogRSDUrl$>

28 október 2005


Ja mikid oskaplega gekk thetta nu vel. Gott buzz i kringum bada postera og allir brosandi. Thad er eitthvad roggid vid thad ad taka vid nafnspjoldum fra jakkafataklaeddum spjatrungum med thjettingsfast handtak.

Jeg hefdi ekkert att ad vera tharna. En verkefnisstjorinn ljet ekki sja sig og einhver vard ad styra skutunni thegar thurfti...

Vellukkadur og skemmtilegur kvoldverdur a ammrisku steikhusi i gaerkvoldi. Mikid drukkid af godu raudvini og fyrsta sessjon morgunsins i morgun var kannski heldur rykadri en hun hefdi thurft ad vera. Ofana baetist ad jeg hef ekki sofid nema fjora tima a nottu sidan jeg kom hingad. Jeg fer ad gefa upp alla von um ad komast a local tima adur en vid fljugum til baka.

Jaeja. Klukkan er ad verda fimm og jeg er farinn ad fa mer e-d ad eta. A eftir verdur forvitnileg sessjon um samfelagslegar implikasjonir sidustu framfara i erfdavisindum, fyrirlestrar um ahrif a rjettarkerfid, deilurnar um creationism og intelligent design, og um visindin eins og thau birtast hofundum skopmynda sem birtast med leidurum blada. Aetti ad geta haldid mjer vakandi til kl. 10.

Godur punktur med Book of Mormons. Jeg verd ad tjekka a thessu.
by Hr. Pez

27 október 2005


Dagur 2. Taskan kom i hus undir midnaettid i gaerkvoldi og thad var gott thegar jeg vaknadi kl 4 i morgun ad geta nad i hana fram til ad geta loksins rakad sig og komid sjer i hrein fot. Jeg er enn kraumandisisslandibullandi i herberginu minu, en thad stendur til bota seinna i dag. Jeg held staffid hafi loks gert sjer grein fyrir thvi ad jeg haetti ekki ad boggast i thvi fyrr.

Radstefnan er frodleg. Presentasjonir a posterunum minum verda badar a sama tima siddegis a morgun, svo jeg tharf ad vera a tveimur stodum samtimis. Blessunarlega eru primary hofundar til stadar a badum stodum og ekki nema fimm skref a milli svo jeg mun geta valsad a milli ad vild. I kvold verdur forvitnileg sessjon um HapMap-projectid milli sex og atta og svo fer oll IE-hersingin ut ad borda.

Salt Lake City er, ahem, god borg heim ad saekja ef mann langar til ad slappa af. A eftir fer jeg kannski og skoda Musteristorgid og fae my own friendly local Mormon til ad lodsa mig um og reyna ad frelsa mig i leidinni.

Gott ad allt er fint af tengdo ad frjetta, vonandi gengur allt vel heima lika.
by Hr. Pez

26 október 2005


Kominn til Salt Lake City. Svefninn ekki kominn i lag enntha (la andvaka til ca 3) en godu frettirnar eru thaer ad farangurinn minn kemur siddegis. Tha kemst eg lika i non-smoking herbergi. Verd ad rjuka.
by Hr. Pez

25 október 2005


Ég hélt mig í vinnunni í gær, með öllum hinum afturhaldskarlpungunum. En mæðgurnar skemmtu sér ljómandi vel í miðbænum, frétti ég.

Flestir lausir endar hnýttir fyrir utanlandsferðina á eftir, vona ég. Það verða víst takmörkuð ráð með að redda málum eftir að út verður komið, ef eitthvað skelfilegt kemur í ljós. Farsíminn verður eflaust óvirkur til annars en þess að fylgjast með hvað klukkan er. En mér skilst að það sé netaðgangur fyrir hótelgesti þar sem við verðum, svo kannski get ég látið vita eitthvað af mér. Sjáum til.
by Hr. Pez

23 október 2005


Önnur æfing var núna áðan og gekk framar mínum björtustu vonum. Mér er alveg hætt að lítast á blikuna - þetta stefnir í að verða algjört dúndur.

Nú tekur við rúmlega tveggja vikna æfingahlé. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig gengur þegar við skríðum saman aftur þegar þar að kemur.

Ég er sem stendur í vinnunni: ætlaði að vinna nokkur handtök í kvöld svo öruggt væri að allt yrði ekki á síðasta snúning á morgun með það sem þarf að klára fyrir utanförina. Liggur þá ekki bévað skráakerfið niðri og póstþjónninn óvirkur. Allt unnið fyrir gýg.

En internetið virkar samt alveg, svo ég get bloggað eins og ekkert sé sjálfsagðara. Merkileg þessi nýmóðins tölvutækni.

Sem minnir mig á hið fornkveðna að sitt er hvað, sálfræði og sjálfræði.
by Hr. Pez

20 október 2005


Í gærkvöld fór ég á hljómsveitaræfingu í fyrsta skipti í þrettán ár. Menn komu saman, tókust í hendur, kveiktu á græjunum, stilltu upp í, öh, þrjá, og hömruðu á mávastellinu. Það reyndist ekki hægt að stinga hljóðnemanum í samband við magnara þegar til kom, svo ég varð að öskra textann gegnum handalúður til að strákarnir hefðu hugmynd um hvar við værum staddir í laginu.

Í morgun rak ég svo trommuleikarann. Ég segi vegna tónlistarlegs ágreinings (skítt með raunveruna - mér finnst það bara svo rokkuð ástæða fyrir mannabreytingar).
by Hr. Pez

19 október 2005


Eftir veikindin í vetur sem leið var ég alveg gallharður á því að ég skyldi sko aldrei framar slá hendinni á móti ókeypis inflúensubólusetningu á vegum fyrirtækisins. Aukaverkanirnar, ef einhverjar yrðu, myndu alltaf vera hreinasta hátíð hjá því helvíti sem ganga þyrfti í gegnum ef flensan bankaði uppá.

Rétt í þessu var verið að senda út tilkynningu um það hvenær bólusetningin verður í ár hjá kompaníinu. Það er vitaskuld á meðan ég er úti.

Er þetta ekki týpískt.
by Hr. Pez


Hvunndagurinn er allsráðandi um þessar mundir en brátt dregur til tíðinda: Um þetta leyti að viku liðinni verð ég að kynna niðurstöður rannsókna á vísindaráðstefnu í Pækilborg. Senn þarf ég að fara að skoða hvernig ég ætla að pakka niður. Mér sýnist á spánni fyrir vikuna að þetta verði ósköp svipað og Reykjavík: svalt veður og rigning með köflum.

---

Við buðum tengdaforeldrunum í mat í gærkveldi. Með í för var níu ára frænka og nafna frúrinnar (nei bíddu, varð hún ekki tíu ára um daginn?), sem mun verða fósturdóttir okkar næsta mánuðinn um það bil. Þetta verður eflaust ágæt æfing í því að hafa ungling á heimilinu. Og verður ábyggilega sérdeilis gaman fyrir konuna að vera einstæð þriggja barna móðir í eina viku þar af (sjá að ofan).

---

Á leið heim af kóræfingu í gær var ég nærri búinn að keyra yfir Sjálfhælinn á hringtorginu við Þjóðminjasafnið. Hann virtist vera á leiðinni heim eftir göngutúr í myrkrinu. Eða heimsókn til einhvers sem býr í þokunni.

Helvíti var hún þykk þarna í Vesturbænum.
by Hr. Pez

18 október 2005


Tvennt sem mér finnst alveg brjálæðislega fyndið, þótt mér ætti ekki að finnast það:

1) Grínverjinn
2) Mekong-auglýsingin ("Meee!" "Gong!")

Hvort tveggja kemur inn á austurlenska matargerð - ég veit ekki hvort það hefur einhverja dýpri þýðingu. Kannski er ég bara svona mikill helmút inn við beinið.
by Hr. Pez

17 október 2005


Það er orðið nógu langt síðan ég birti eitthvað svona síðast. Auk þess er þetta of svalt til að gorta ekki yfir því:


According to experts, my personality type is :
Border Line Psycho Killer
Ink Blot Personality TestOther people like me display these traits.
 • They like jelly filled doughnuts
 • They like boiled cabbage
 • They suffer from bowel problems
 • They have webbed feet
 • Take the Ink Blot Personality Quiz at JokesUnlimited.com
  by Hr. Pez

  14 október 2005


  Og aftur dreymdi mig.

  Það er friðsæll dalur sem ég kem stundum til í draumum mínum, grösugur með háum og í meðallagi vatnsmiklum fossi og mosavöxnum klettastöplum. Upp til vinstri er hrjóstrugur afdalur með klungri, hellaskútum og einhverjum aflögðum framkvæmdum af smærra taginu. Virkjun eða einhverju þess háttar. Einu sinni í draumi gekk ég þann afdal með móður minni. En niðri á graslendinu við fossinn dvelst ég alltaf einn, einhverra hluta vegna.

  Þegar ég hugsa út í það - það er orðið nokkuð langt síðan ég komst í dalverpið síðast. Þau skipti sem ég man að mig hefur dreymt þennan dal að undanförnu hef ég alltaf verið á leiðinni þangað, að villast einn í bílnum.

  Maður þarf að sjálfsögðu að ganga síðasta spölinn.

  Í nótt sem leið dreymdi mig að ég væri á leiðinni með fjölskylduna í fyrsta skipti, með konu mína og dætur. Við vorum ekki nema rétt lögð af stað frá bílnum þegar stelpurnar fóru að hoppípolla í engum stígvélum og urðu allar svo rennblautar að við urðum að snúa við aftur.

  Þannig fór það. Stelpurnar virtust samt hafa gaman af ferðalaginu. Bara verst að þær skyldu ekki geta séð paradísina. Ég hlakkaði svo til að leyfa frúnni að sjá hana.
  by Hr. Pez

  13 október 2005


  Frúin var að hringja og láta mig vita af tjóni á bifreið. Slæm tíðindi, en samt eins lítið slæm og mögulegt er: það var ekið utan í bílinn okkar meðan hann var kyrrstæður og mannlaus, svo allir eru ómeiddir, við í rétti, allt tryggt í bak og fyrir beggja vegna borðs og allt í mestu vinsemd.
  by Hr. Pez


  Er einhver hérna inni sem kann á bassa?

  Ég er nú þegar kominn með gítar og trommur, en frammistaða mín sem bassaleikari í spútnikdauðametalsveitinni Lík eru lík á Viðarstauk 1992 var ekki upp á það marga fiska að ég treysti mér í það sjálfur. Þótt ég sé að leita að fólki sem er ekki góðir hljóðfæraleikarar.

  Svo er alltaf pláss fyrir annan gítar.

  Það er víst líka eftir að finna tíma og húsnæði til æfinga og upptöku, þessháttar smotterí. En það eru líka heilir 36 dagar til stefnu. Nægur tími.

  Pööölentí.
  by Hr. Pez


  Það ætti að setja fréttabann á Billy Joel. Í hvert einasta skipti sem ég les frétt um Billy Joel þá fæ ég eitthvert lagið með honum á heilann. Vanalegast sama lag og minnst er á í fréttinni sjálfri.

  Já ég veit, ég ætti þá bara að halda mig frá að lesa fréttir um Billy Joel. En það er erfitt þegar minnst er á neyslu húsgagnabóns í fyrirsögninni - maður smellir og vonar það besta.
  by Hr. Pez

  12 október 2005


  Mig dreymdi Gísla Martein Baldursson í nótt. Hann var með sítt hár - ekki eins og á veggspjaldinu frá VR heldur var það eins og á Jónasi R Jónssyni, umboðsmanni íslenska hestsins til skamms tíma - og spilaði á trommur.

  Að öðru leyti svaf ég alveghreint ágætlega.
  by Hr. Pez

  11 október 2005


  Haustið fyrir tólf árum (1993) var ég ungur og vitlaus og vissi ekki hver framtíð mín yrði eftir næstu helgi, eins og skáldið orti. Eins og næg væri ekki vitleysan, þá þvældist ég út til Dyflinnar fyrstu helgina í september og skellti mér á U2-tónleika með tveimur vinum mínum. Tónleikarnir voru góðir og dvölin að öðru leyti væn; við dvöldum þar við búðaráp, pöbbarölt og kojufyllerí.

  (Hér hleyp ég meðal annars yfir söguna af því þegar við hittum Bono á reykmettaðri öngstrætisknæpu sem ég er nú búinn að gleyma hvað hét.)

  Ég keypti mér bók þarna úti, bók eftir heimahöfund: The Book of Evidence eftir John Banville. Hún er tvímælalaust í flokki betri bóka sem ég hef lesið; miskunnarlaus karakterstúdía á meingölluðum en þó geðþekkum ístöðuleysingja sem fremur voðaverk án þess að hafa á því nokkra minnstu réttlætingu eða neitt sér til málsbóta. Hún var tilnefnd til Booker-verðlaunanna árið 1989 en tapaði fyrir Dreggjum dagsins eftir Kazuo Ishiguro.

  Þá bók hef ég aldrei lesið. En myndin var ágæt.

  Mig langaði í meira eftir þennan höfund, John Banville, og tókst að snapa mér tvær bækur í viðbót eftir hann, Mefisto og Ghosts, sem mynduðu laustengda tetralógíu með þeirri fyrstu (það vill segja, hún var sú fyrsta sem ég las - Mefisto kom að vísu út á undan, en það er sama hvor er lesin fyrst; í Ghosts fléttast síðan saman þræðir úr hinum bókunum tveimur) og bókinni Athena, sem ég hef ekki lesið.

  Nokkru síðar kom út eftir hann sögulega skáldsagan The Untouchable, mikil ágætisbók um Cambridge-njósnarana, sögð frá sjónarhóli Sir Anthony Blunt, umsjónarmanns listaverkasafns Bretlandsdrottningar.

  Síðan hef ég ekkert fylgst með honum, þar til nú í morgun að ég sá mér til ánægju að hann var að vinna Booker-verðlaunin fyrir nýjustu bók sína, The Sea. Tvöföld ánægja er að hann skyldi nú hafa betur en Ishiguro og hefna þar með ófaranna frá 1989.

  Söguþráðurinn virðist ekki yfirmáta frumlegur við fyrstu sýn, um "mann sem horfist í augu við fortíðina í bænum þar sem hann ólst upp," samkvæmt Moggavefnum. En svo virðist sem alltaf megi finna nýja fleti á klisjunum. Enn er von.

  Sennilega verður maður bara að lesa hana.
  by Hr. Pez

  07 október 2005


  Þau eru komiiin!!!

  Við fyrstu sýn líst mér sérdeilis vel á verðlaunin í læknisfræði (gervieistu fyrir geldhunda), efnafræði (rannsókn á því hvort fólk syndi hraðar í vatni eða sýrópi) og, öh, fluid dynamics (nákvæmir útreikningar á skotkrafti lofttegunda í iðrum hægðalosandi mörgæsa).

  Afar viðeigandi: Bókmenntaverðlaun til Nígeríusvindlarasamfélagsins eins og það leggur sig.

  Og verðlaun í hagfræði fyrir uppfinningu sem hefur verulega hagnýtt gildi (ólíkt því sem er venjan með systurverðlaunin): Vekjaraklukka sem hleypur í burtu og felur sig áður en hægt er að slökkva á henni.

  Ég hef ekki enn hætt mér út í að skoða buxurnar sem sprungu í loft upp.
  by Hr. Pez

  06 október 2005


  Einhverjir myndu segja að oft ratist kjöftugum satt orð á munn. Aðrir myndu segja að enn einu sinni hafi Baggalútur hitt naglann á höfuðið.
  by Hr. Pez


  Fyrirtækið Skúlason ehf. er undir smásjá, að mér skilst vegna alþjóðlegrar rannsóknar á peningaþvætti og fjársvikum sem teygir anga sína hingað frá Bretlandi. Það er engin leið að sjá út frá fréttum það sem af er hvort og þá hversu óhreint mjölið er í pokahorninu. Kannski er þetta allt einn heljarinnar misskilningur. Hins vegar er augljóst að framkvæmdastjórinn þarf ekki að missa svefn yfir framvindu mála fyrst málið er inni á borði hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Þá þarf hann nú varla að hafa miklar áhyggjur.
  by Hr. Pez

  05 október 2005


  Ig-Nóbelverðlaunin verða afhent á morgun. Ég bíð spenntur.

  Annars er ekkert að frétta. Abbsalútt ekki neitt.
  by Hr. Pez

  03 október 2005


  Ánægjuleg helgi að baki; reis hæst í gönguferð yfir Þingvallalægðina á laugardeginum. Um kvöldið var ágætur gleðskapur þar sem ég agíteraði grimmt fyrir Svalborgarhnútnum (hvers dagur er einmitt í dag) og uppskar eintak af Limbóþáttadiskinum að launum. Glaumurinn sat í höfuðbeinum mér og innyflum fram eftir sunnudegi, svo ég var ekki hressasti maður í heimi þegar ég mætti í barnaafmæli síðdegis. Þó var ég orðinn nokkuð góður um kvöldið, þegar Óli og Eygló komu til að horfa með okkur á Popppunkt og spila Catan framundir miðnættið.

  Hvað gerðum við aftur á föstudagskvöldinu? Já, alveg rétt. Við horfðum á Máríu, fulla náðar. Hún var ágæt. En ég hefði ekki viljað horfa á hana á sunnudeginum.

  Æhj. Tókst mér ekki aftur að gleyma degi íslenskrar fyndni. Og alþjóðlega sjóræningjatalsdeginum.

  Arrr.
  by Hr. Pez

  This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  Weblog Commenting by HaloScan.com