<$BlogRSDUrl$>

19 september 2005


Sú eldri varð fimm ára um helgina. Veislan dró dilk á eftir sér - það hefur einhver mætt í hana í minna en toppformi. Við feðginin skiptumst sumsé öll þrjú á um að nota skúringafötuna frá miðnætti í nótt og framundir morgun. Frúin kom svo hlaupandi heim úr vinnunni með það sama upp úr hádeginu.

Hún hitti í morgun föður tvíburanna á næstu hæð fyrir neðan; þeim var boðið í veisluna á laugardaginn. Þær héldu einmitt öllum í þeirri íbúð á fótum í alla nótt líka. Spurning hvort svo hafi verið á fleiri heimilum.

Gaman að þessu. Liddl.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com