<$BlogRSDUrl$>

30 september 2005


Nokkrir handahófskenndir punktar í vikulokin.

---

Leit við í Þjóðarbókhlöðunni á leið heim í gærkveldi og rakst á Gneistann á efstu hæðinni. Átti skemmtilegt spjall við hann þar sem í tal bárust Bent og 7berg, Uri Geller, William Shakespeare, tilraunir sem gerðar voru til að ganga úr skugga um sannleiksgildi Torino-klæðisins með því að negla mannslík á krossa og gildi mynda John Waters fyrir áróðursdeild bandaríska flughersins.

Alltaf gaman að tala við Gneistann.

---

Þetta er dáldið spennandi. Og mér sýnist líka á öllu að maður verði að sjá myndina þegar þar að kemur.

---

Sem stendur er ég með þennan ágæta njúmetaldisk í láni frá síðhærðum mági mínum. Þetta er náttúrulega óforbetranleg verksmiðjuframleiðsla og heimsvaldakapítalismi. En hann lætur ágætlega í eyrum; fínasta ryksugumúsík.

Ég dissaði Njú-metal full-ótæpilega um daginn - það eru til þær hljómsveitir sem hlustandi er á. Ég á tildæmis enn eftir að heyra það sem mér finnst óþolandi leiðinlegt lag með Deftones. Það gerist kannski þegar síðhærði mágurinn verður búinn að brenna mér og afhenda sérvalið greitest hitts úrval með þeim.

---

Uppúr brunarústum fjallabaksleiðarinnar reis skemmtilegasta ljóðasíða íslenska internetsins í dag. Wezzzzææd.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com