<$BlogRSDUrl$>

28 september 2005


Ég hef lengi verið hrifinn af innri þversögnum. Og líka... hverju? Innri langsögnum? Því sem er í fullkomnu (og oft írónísku) samræmi við sjálft sig.

Dæmi 1:

"The argument that there exists a difference between the sexes is a typical male view."

Þessi tilvitnun var hér í hausnum á síðunni um tíma, að mér skildist höfð upp úr grein í þessu afar sænska tímariti. Mér sýnist sem eitthvað hafi skolast til í þýðingunni ef ég náði að hnusa uppi orgínalinn. Hún er sennilega höfð eftir karlmanni, sem gerir hana að dæmi um hið síðara. Ég hélt fyrst að hún væri höfð eftir kvenmanni, en hvorttveggja er fyndið.

Dæmi 2:

"This notion about each creature viewing the world differently from all other creatures -- not everyone would agree with me..."

Þetta er orðrétt uppúr skáldinu og hugsuðinum Philip K. Dick, ritað í tengslum við söguna Roog, um hund sem verður fyrir þeirri trámatísku reynslu á hverjum föstudagsmorgni að öskukarlarnir koma og ræna öllu úr öskutunnunni sem hann hefur varið af skyldurækni alla vikuna.

Það hlægir mig að hugsa til rökræðna PKD við ritstjórann sem hann talar um:

Ritstj: Ruslakarlar eru ekkert svona.
PKD: Jáen, það finnst hundinum skilurðu - hver skepna sér heiminn ólíkum augum við þá næstu.
Ritstj: Nei. Það er ekki satt.
PKD: Júsko, ekki nóg með það; ég og þú tildæmis, við erum ólík, við tvö erum ekki einusinni sammála um það hvernig heimurinn lítur út.
Ritstj: Jú. Við erum það víst.
PKD: (Felur andlitið í gaupni sér)

Dæmi 3:

Fyrri sagan af þessum tveimur er skemmtilegasta dæmi um ofangreint sem ég hef séð í háa herrans tíð. Ég veit ekki einu sinni hvort þetta er - mér allt sýnist hringsnúast, stólar og borð, þegar ég reyni að botna í því.

Öllu þessu allsendis óskylt, þá vil ég óska Fríðu systur hjartanlega til hamingju með daginn.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com